Monday, October 18, 2004

Bjór og lyftingar

Mér taldist til að ég hefði drukkið 9. stóra bjóra og einn lítin. Fjórir í afmælinu. Einn stóran og einn lítin hjá Geysi. Þrír á tælenska staðnum og einn á Miðbar. Samtals 9 og hálfur. Best er að gleyma þessu strax og huga að framtíðinni. Ég mætti á bekkpressuæfingu í dag og fór samt í "sjúkrabætingu" með því að taka 145 kg x2. En Stefán Spjóti var í miklum ham, en hann tók 160 kg og reyndi við all-time-best bætingu, þegar hann reyndi við 165 kg. Ég verð víst að bíða 1-2 vikur áður en ég ætlað að skáka Spjótanum. Bjarki Geysir kom á æfingu með Kobba félaga sínum á Skaganum, en sá er svaka efnilegur bekkpressari, en hann reyndi við Íslandsmet í bekkpressu í 110 kg flokki fyrir stuttu. Óskar "Skafningur" tók svo listabætingu á bekk 115 kg. Síðast en ekki síst fór Kári-Magister-Cat í 250 kg í réttstöðu af búkka. Ég ætla að reyna að elta hann á morgun, ef það gengur ekki mun ég gera atlögu að 245-250 kg af búkka í næstu viku.
The image “http://www.toomuchsexy.org/images/deadlift.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home