Thursday, October 21, 2004

Ofbeldismenn vaða uppi

Aðal frétt vikunnar var vafalaust árás þriggja vélhjólamanna úr Fáfni MC Ísland (Hell Angels) inná ritstjórnarskrifstofu DV. Það var tvennt sem kom mér á óvart, þegar ég les DV af atburðinum. Annnars vegar að forsprakkinn, sem var handtekinn í Leifstöð hafi kýlt lögreglumann, en lögreglumaðurinn hafi ekki þorað að kæra hann, vegna þess að börnum mannsins hafi verið hótað. Þetta eru mjög slæm skilaboð, ef lögreglumenn vilja ekki kæra þessa menn og síðan reka þeir áróður fyrir að almenningur kæri ef þér lenda í árás glæpamanna. Annars sýnist mér einn af töffurnum vera gamall vinnufélagi minn úr BÚR, Óli danski. Ég er ekki allveg 100% viss, en sá gaur hefur mér alltaf þótt viðkunnarlegur og hress, en reyndar hef ég tekið eftir því upp á síðkastið var ég er farinn að sjá hann undir stýri á dýrum eðalvögnum, en fyrir nokkrum árum var hann bara að keyra út Pizzur, hress og kátur. Ef ekki verður tekið fast á málum fljótlega, verður að fara að beita óhefbundnari aðferðum, því mærlirinn er orðinn fullur. Hér mega ofbeldflokkar aldrei festa rætur. Þessir tveir karlar sem, ákváðu blindfullir og undir þrýstingi bandaríska sendiherrans, að Íslendingar ættu að taka þátt í stríðinu í 'Írak, án þess að tala við kóng eða prest, án þess að ræða málin í ríkisstjórn, á alþingi, í utanríkismálanefnd, í þingflokkunum eða neinstaðar annarstaðar ættu nú að taka á málum. Hvar er Dómsmálaráðherrann Björn Bjarnason, sem dýrkar sérsveitir og Bruce Willis. Hvar er milljarðurinn, sem Halldór Ásgrímsson lofaði í baráttu við fíkniefnadrauginn? Verðum við kanski að taka upp tælensku aðferðina, bara að drepa þessa fíkniefnaþrjóta. Ég er ekki meðmæltur því að menn fái dauðadóm, eins og Tælendingar (og fleirri þjóðir, t.d í Singapore og mörgum arabaríkjum) gera við alla þá sem reyna að smygla einhverju smávægilegu, en kanski ættum við að fara að læra af hörku þeirra í þessum málum. Einn frændi hennar Deng, gamall hermaður situr í margra ára fangelsi í Tælandi, fyrir það eitt að munda skotvopn til að verja sig, en hér fá ofbeldismenn að vaða uppi trekk í trekk og komast upp með það. Þegar ég verð ríkur ætla ég að eyða ævikvöldinu í landi, þar sem maður getur verið óhulltur fyrir glæpaklíkum. Annað hvort á Kúbu eða Thailandi!
The image “http://www.ihra.net/images/stories/TDUNLOGO.JPG” cannot be displayed, because it contains errors.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home