Saturday, October 23, 2004

Benni Litli Tarfur með 400,5 kg

Benedikt Magnússon átti gott mót í Valsheimilinu. Hann tók 370 kg í beygjum, sem er bæting. Tók svo 230 kg létt í bekknum, en reyndi svo við 255 kg, sem gekk ekki allveg. En það var í réttstöðunni, sem hann kom flestum á óvart þegar hann opnaði með 385 kg, sem var Íslandsmettilraun í fyrstu lyftu. Síðan fór hann beint í 400,5 kg sem hann tók frekar hratt, en þurfti að streða aðeins í lokinn. Íslandsvinurinn Lundberg tók hvorki meira né minna, en 425 kg í hnébeygjum, sem ég held að sé mesta þyngd sem lyft hefur verið á Íslandi og annar Svíi, sem er tvífari Magga Trukks tók 290 kg í bekkpressu og reyndi við 300 kg, sem er líka mesta þyngd, sem hér hefur verið tekinn. Sá gaur er einungis 25. ára, með stutta handleggi og var því frekar dapur í réttstöðulyftunni. Jón Gunnarsson setti met í bekkpressu í 100 kg flokki, þegar hann tók 220,5 í bekkpressu. María Guðsteinsdóttir bætti sig í bekkpressu tók 92,5 kg, sem og í réttstöðulyftu. Prjónninn átti gott mót tók: 287.5-152,5-272,5 og vann keppinaut sinn með 7. kg mun. Ægir stóð sig vel og tók 805 kg. Emil Tölvutryllir var líka í stuði, en hann hefur nýlega hafið æfingar í Stevegym tók: 120 kg í beygjum, 70 í bekk og 175 kg í réttstöðulyftu, en Emil átti mjög góða tilraun við 100 kg í bekkpressu, en gleymdi að stoppa niðri. Annars er Emil hrikalegur tölvukall og gengur undir nafninu Tölvutryllir. Hann sér um alfraunasíðu fatlaðra og er með athyglisverða bloggsíðu.
AFLRANIR.COM
EMIL-BLOGG

The image “http://users3.ev1.net/~beckfish/BradDL_R.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home