Friday, October 22, 2004

Enginn bjór

Ég tók létta föstudagsæfingu í dag að vanda, því ég hafði lofað Halldóri Faaborg að vera með honum í liði í spurningakeppninni í kvöld. Því miður varð ég að hverfa af æfingunni og missti því af að sjá Bjarka Geysi toppa í réttstöðulyftu, en hann tók 300 kg x 2. Auðvitað voru menn ekki ánægðir með það að ég hafi látið mig hverfa, eins og lesa má á frétt á vefnum:
http://stevegym.net/lesa_frettina.php?id=821
Það er þannig í pávernum að þegar menn eru að styrkjast hrikalega, þá finnst mönnum allt annað en æfinginn vera bölvaður hégómi, þar á meðal: fermingaveislur, afmælisveislur, spurningakeppnir eða jafnvel jarðarfarir. Það að labba út, getur virkað stuðandi og hef ég því ákveðið að æfa ekki meira á föstudögum til að móðga ekki oftar foringja vorn. Vona líka að engin verði móðgaður úti Magister-cat á morgun, því hann kemst ekki á Bikarmótið og missir því tilraun Benna Tarfs við 400 kg í réttstöðulyftu. Ekki veit ég hvort þetta séu Svíarnir sem ætla að mæta á mótið á morgun, en þeir eru örugglega öflugir í hnébeygjum. Bikarmótið í kraftlyftingum verður haldið í Valsheimilinu 23. okt og hefst kl 13:00
The image “http://w1.470.telia.com/~u47020891/squat.gif” cannot be displayed, because it contains errors.The image “http://members.chello.nl/h.wesseling6/18oct2004/image/gorilles.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.