Newcastle-Man. City
Fór á Ölver áðan til að horfa á leik sem engin nennti að horfa á, því allir voru að horfa á Man Utd-Arsenal. Ég var ég frekar skrítinni stöðu, því ég held með báðum liðum. Fór að halda með Man. City sem krakki, en fór að styrkjast sem Newcastle maður þegar Keven Keagan gerði þá að stórveldi kringum árið 1995, en Man City var þá í neðri deild. Ég fagnaði vart neinu marki og í stöðunni 3-3, var ég farinn að vonast eftir þeim úrslitum, en Newcastle náði að skora á lokamínútunum. Vinnufélagi minn, Newcastle maður eins og ég, var búin að gleyma hversu tvöfaldur ég er í roðinu að þessu leyti. Já mínir menn alltaf góðir. Annars ætla ég að fara að hætta þessu fótboltaglápi. Þetta er ljóti tímaþjófurinn. Er ekki hægt að leggjast á Vog í meðferð við þessari veiki?
2 Comments:
Svo sá ég Barca vinna Osasuna áðan, frekar átakalítið
Vona að ég fái ekki ritstíflu allveg strax! Má ég ekki annars nota myndir af Arnoldi og Yoko þegar þar að kemur?
Post a Comment
<< Home