Monday, October 25, 2004

Spjóti slær öllum við!

Stefán Spjóti bætti sig vel á bekknum í kvöld þegar hann tók 165 kg og bætti sig eftir heil 23. ár, en hann átti best 162,5 kg á Jakabólsárunum. Þá voru Benni Tarfur og Ægir ekki fæddir. Ótrúlegt afrek, en þetta verður vonadi hvatning fyrir okkur hina, sem erum gjörsamlega staðnaðir að sinni. Ég sjálfur tók aðeins 150 kg, en ætlaði að repsa þá þyngd í dag. Var reyndar á næturvakt, en vaknaði um hádegi til að far a í 3. tíma félagsliðanám og var greinilega mjög stirður eftir þá setu.
Spjóti er alltaf mjög drífandi og hress á æfingum og aðal frasi hans þessa dagana er:
Andinn lifi! Kanna sig! Kanna sig!