Tuesday, October 26, 2004

Hjörtur Geirsson er orðinn Súper-Vitni

DV hélt áfram umfjöllun sinni um handrukkara í dag og birti viðtal við Hjört Geirsson kraftlyftinga- og tónlistamann, sem bjó á Gistiheimillinu, sem meintir atburðir snérust um. Gistihúsaeigandinn hafði að sögn mátt sæta hótunum og ofbeldi frá manni, sem þar bjó. Hann skuldaði leigu og hafði eigandinn, þurft að leyta til Hjartar og síðar til Annþórs handrukkara í neyð sinni. Hjörtur átti að redda mönnum úr Stevegym í verkið, en á endanum tóku Annþór og félagar verkið að sér og tóku fyrir það 100.00 kr á mann, að sögn DV. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Hjörtur flækist inní dulafulla atburðarrás, því fyrr á árinu varð hann lykilvitni í dularfullu mannshvarfi, en um þann atburð var samið dægulag, sem nú er í lokavinnslu.



0 Comments:

Post a Comment

<< Home