Omega & Afmæli
Narfi bróðir hélt uppá afmælið sitt í gærkvöldi. Þar mætti múgur manns, allir nánustu ættingjar og þar á meðal föður afi minn, sem verður 91 árs í nóvember. Virkilega vel heppnað afmæli, þótt húsakosturinn sé ekki stór, en allt útlit er fyrir að úr því rætist á næstunni, því Helga María fær fljótlega íbúð sína á Fornhaganum aftur, en hún hefur verið í langtímaleigu. Afi sagðist hafa mætt sérstaklega til að hitta Nönnu frá Köldukinn, sem var sérstakur heiðursgestur. Annars var ég í sjónvarpinu á sama tíma, því sent var út þáttur með Gunnari kraftaklerki á sjónvarpstöðinni Ómega, en hann var í löngu viðtali í spjallþættinum Kvöldljós (held ég að hann heiti) Presturinn stóð sig frábærlega, enda virkilega skemmtileg týpa, móturhjólatöffari og kraftakarl, sem skrapp til USA til að hjóla þjóðveg 66 á Harley móturhjóli. Gunnar fékk hinn óopinbera titil, sterkasti prestur í heimi, þegar hann tók áskorun bosníska prestsins Ladek, sem skoraði á aðra presta að lyfta meira en hann, í þágu góðs málefnis, en Ladek vill minka fordóma milli múslima og kristinna í Bosníu. Reyndar varð smá miskilningur, því Ladek lyfti 127 kg í clean & jerk (weightlifting), en ekki í deadlift (powerlifting). Sem sagt Gunnar tók 230 í réttstöðu, en Ladek tók 127 kg í jafnhöttun. Það skiptir ekki öllu máli lengur, því það er þegar búið að útvíkka áskorunina. Nú geta prestar heimsins bæði slegið Ladek við, sem og Gunnari. Síðan voru sýndar myndir af mótinu, sem sett var upp fyrir Gunnar, þar sem ég kom mikið við sögur. Því miður náðist Omega ekki í afmælinu, en ég hafði tekið þáttinn upp heima. Annars horfi ég stundum á Omega mér til ánægju og hryllings. Þarna er ágætt fólk innanborðs s.b. Jói Ómegafrömuður Eiríksson og pabbi hans, en það eru trúarkenningar babtista/hvítasunnumanna sem fara fyrir brjóstið á mér. Þá er ég ekki að tala um afstöðu hópsins gegn samkynhneigðum, heldur hugmyndir hópana um Ísrael. Ég reyni alltaf að horfa á þáttinn, Ísrael í dag, þegar ég slysast til að horfa á Ómega. Þar er þáttastjórnandinn Ólafur Jóhannsson, gamall drykkjumaður og kanski ágætis karl, þótt hann hafi ekki kallað allt ömmu sína, þegar hann var í ruglinu. Sú biblíulega skoðun þeirra að ekki megi tala illa um Ísrael, er mjög umdeild innan kristninnar. Allt sem stjórnvöld í Ísrael gera er innblásið af guði, þar með talið fjöldamorð. Einu sinni var ég að horfa á tvær góðlegar konur í settinu hjá honum (ég þekkti aðra, virkilega indæl hjúkka af Kleppi, sem fór til Ísrael að leyta að guði) og ég horfði spenntur, því ég bjóst við að þær færu að segja fallegar sögur af Laufskálahátiðinni, en í staðinn var frúin allveg brjáluð yfir umfjöllun fjölmiðla á vesturlöndum um Ísrael. Hún væri meira og minna lygi, aðeins fimmtíu arabar dóu í fjöldamorðunum í Jenin. Já, aðeins fimmtíu. Annars hef ég miklar mætur á gyðingum. Þeir stjórna heiminum. Sem dæmi eru gyðingar í Bandaríkjunum fleirri, en þeir sem búa í Ísrael og þeir ráða yfir gríðarlegu fjármagni og fjölmiðlum. Flestir af þeim eru demokratar í borgum. Já, maður er orðin spenntur yfir kosningunum í Bandaríkjunum á þriðjudaginn. Demokratar eru stærri á austurströndinni og í Kaliforníu, en Rebublikanar eru stærri í minni fylkjum og úthverfum. Kerry mun ekki breyta stefnu Bandaríkjana í Isreal/Palestínu, vegna þess hversu gyðingar eru öflugir. Já ætli ég styðji ekki bara Bush aftur, eins og Sjálfstæðismennirnir vinir mínir, Sigurður Kári og Hannes Hólmsteinn. Reyndar eru Demokratar langt til hægri við Íhaldið hérna heima og Rebublikanar ennþá lengra til hægri, svo langt að samkynhneigð er synd og fóstureyðingar vilja þeir banna. Samt styðja allir helstu forustumenn Íhaldsins hér heima Bush. Já, held bara að ég vilji Bush áfram, því hann er vinur Davíðs og þá fáum við að halda herþotunum fjórum, sem vernda okkur gegn hugsanlegri árás Grænlendinga.
4 Comments:
Áfram Bush, þeir á Omega styðja Bush og það geri ég líka. Allveg eins og fyrir fjórum árum, þegar ég fékk nóg af spjátrunginum Al Gore, þá er ég orðinn þreyttur á Kerry. Og hjá Omega starfar margur góður drengurinn, hugsanlega að undanskildum Snorra Bergz. Hann er sagnfræðiráðunautur Ísraelvina..
Sæll, Olafur Jóhannesson heitir hann, ég ruglaðist. Óli er ágætiskarl. Faaborg var að vinna með honum í grunnskóla, bar honum vel söguna. En það sem hann gerir ekki (má ekki kanski) er að minnast á mistökin sem Zionistar gera, þegar þeir lenda í því að drepa Palestínumenn. Ég veit að þetta eru hörmungar glæpir hjá báðum aðilum. Best væri að Arafat og Sharon færu saman í gálgan. Ekki miskilja mig, því ég ber mikla virðingu fyrir gyðingum, en það er Zionríkið, sem kemst upp með stríðsglæpi, með dyggum stuðningi USA, í landi, þar sem ísraelskir skriðdrekar aka í gegn um palestínsk þorp, bæi og flóttamannabúðir og Apache-herþyrlur varpa sprengjum á heimili og myrða mannleg skotmörk sín. þar sem palestínsku landi er stolið undan fótum eigenda sinna og ísraelskar landtökubyggðir þenjast út; þar sem ísraelskar dýflissur fyllast af Palestínumönnum og aðskilnaðarveggurinn umbreytir öllum palestínskum landsvæðum í fangelsi og einangrunarklefa, þá sér Washington í gegn um fingur sér. Og bara eitt dæmi af handahófi. Ég get nefnt fjölda annara. Þá er ég að meina fjöldamorðin í Sabra og Shatila flóttamannabúðunum 1982, þar sem hersveitir kristinna Líbana framkvæmdu með vitund ísraelska hershöfðingjans Ariels Sharon, sem nú er forsætisráðherra og stríðsglæpamaður.
Jú, ég held að ég hafi tekið of stórt upp í mig, þetta með fjöldamorðin, en Israelsvinir mættu samt allveg minnast á þá, bar einu sinni. :)
Auðvitað, er þetta heitt umræðuefni!
Post a Comment
<< Home