Wednesday, October 27, 2004

Æfing dagsins

Ægir og Svavar Hlölli fóru í bekkpressuslopp í kvöld og tóku góðar þyngdir. Svavar fór í 200 kg, en Ægir fór einnig í 200 kg, en lét svo setja 212,5 kg á stöngina, sem hann tók í góðri lyftu og bætti sig enn og aftur. Fjölmenni var í gymminu í kvöld, þótt Miðvikudagur væri. Meðal annars komu tveir nýmolar úr Gymminu (held ég) og tóku góðar sloppaþyndir. Annar þeirra missti reyndar stöngina á hálsinn, vegna þess að þyngdinn rann úr greipunum, en honum varð ekki meint af. Það er nefnilega aldrei of varðlega farið, þegar sloppurinn er annars vegar. Sjálfur tók ég einungis 80% lyftu, þegar ég fór í 220 kg af búkka, en ætla svo í topp á Mánudaginn. Ætla að mæta þrisvar sinnum í viku í staðin fyrir fjórum sinnum, því það er einungis mánuður í mót. Ég fór svo heim til að horfa á B-lið Man. City tapa fyrir C-liði Arsenal, sem var skipað ungum og frískum mönnum.



0 Comments:

Post a Comment

<< Home