Víkingaskák
Einu sinni til tvisvar á ári hittist fastur kjarni og heldur mót í Víkingaskák. Höfundur Víkingaskákar heitir Magnús Ólafsson og er húsgagnasmiður að mennt, en fann upp Víkingaskákina fyrir áratugum síðan, Hann hóf að kynna skákina í einvígi Fischer og Spassky árið 1972 og gaf meisturunum meðal annars tafl. Magnús hefur styrkt mótshald síðustu ár og höfum við nokkrir furðufuglar tekið þátt. Þeir sem hafa tekið þátt er m.a. Sveinn Ingi, Hörður Harði bréfskakmeistari, Halldór Faaborg, Narfi, Þorvaldur Loga, Hrafn Jökulsson og Skaga-Magnús. Margir hafa einnig afþakkað þáttöku m.a. Magister-Cat, Rikki Sveins og Jónas Spari, sem vill aldrei taka þátt, vegna þess að hann kann ekki reglurnar. En reglurnar lærast á um 5. min og það hefur enginn kunnað reglurnar þegar hann hefur fyrst tekið þátt. Sveinn Ingi hefur oftast unnið mótið, en ég hef þá oftast komið annar. Við höfum líka skipt á milli okkar efsta sætið. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt hafi samband við undirritaðan.
Hörður "Harði" Garðarsson
Úrslitaskák
Sveinn Ingi & Harði
BjórMaster
Skák og mát!
Verðlaunaafhending
Meistari Magnús
Klukkan stillt
Faaborg Meistarinn
Hörður "Harði" Garðarsson
Úrslitaskák
Sveinn Ingi & Harði
BjórMaster
Skák og mát!
Verðlaunaafhending
Meistari Magnús
Klukkan stillt
Faaborg Meistarinn
0 Comments:
Post a Comment
<< Home