Sunday, October 31, 2004

Nesjavallaskóli

Helgin hjá mér var hrikalega strembinn. Viktoría Johnsen dóttir Helgu Maríu fékk að gista okkur aðfaranótt föstudagsins. Síðan var dagurinn tekinn snemma. Viktoría vildi gera hitt og þetta. Talaði um að skoða dverghamstra, sem ég myndi kaupa og síðan plataði hún mig til að hringja útaf tveim hvolpum, sem hún vildi eignast (hún á einn fyrir!!) Sem betur fer áttu þeir heima á Selfossi. Siðan fórum við að hitta kaffiklíkuna á Kaffi Paris, en þar voru allir mættir, afi, pabbi, Frikki og Pétur Guðfinns, en Hannes Hólmstein mætti ekki. Síðan rétt náði ég að sækja bróður minn, en ég skildi Deng eftir uppí Kringlu. Við rétt náðum svo niðrá Grandrokk, kl 5.30 til að taka þátt í spurningakeppninni, drekktu betur. Við gátum léttar spurningar eins og; Hver fékk sjö gullverðlaun á Ólympíuleikum, Hvert er rétta nafn Erros, Hvaðan var draugurinn Glámur? Hverjir sömdu Tunglskinsóperuna?; Hvaða Menntamálaráðherra var söng og leikkona? En við rétt misstum af bjórspurningunni.....

18. Hvaða þrjár konur tróðu upp á Woodstock-hátíðinni þeirri einu sönnu?
svar: Janis Joplin, Joan Baies og ein í viðbót sem við mundum ekki, en Narfi vissi eftirá, en söngkonan hét, Melani!

Síðan voru tvær spurningar sem ég klúðraði hreinlega eins og:

22. Hver samdi leikritið : Hvað er í blýhólknum?
svar: Svava Jakobsdóttir. (ég svaraði rétt, en breytti því svo í Jökul Jakobsson!)

25. Í hvaða ferðalag fór Drottningin af Saba, en um það er skrifað í hinni helgu bók
svar: Til að sjá Musteri Salomons (Var bara búinn að gleyma!)

Við enduðum einungsi með undir tíu rétta af þrátíu, en sigurvegarar urðu Davíð Þór Jónsson og Kolbeinn Óttarsson Proppe með nítján rétta, en keppninn var eins og sérsniðin fyrir þá. Biblíu og sagnfærði spurningar. Óttar vann líka um síðustu helgi tvo kassa og er hefur unnið þessa keppni ansi oft, enda ótrulega fróður og er alltaf með sterkan félaga sér við hlið. Hann má varla við því að vinna of oft, því varla getur það talist hollt að drekka marga kassa á viku. Um kvöldið var ég búinn að ákveða að hitta Skemmujarlinn heima hjá Kára, en Jarlinn var langt að kominn. Ég ætlaði að mæta um tíu, en Deng hafði boðið fólki heim og fyrr en varði fylltist húsið og því vildi ég ekki rjúka út strax. M.a hafði hún sagt við Spari að hann væri velkominn, en hann mætti ásamt Sveini Inga, en síðan var hugmyndin að ég gæti verið samferða þeim vestur í bæ. Þegar þeir mættu á svæðið, vildi Spari ekki fara strax, því margar háar einkunnagjafir og föngulegar konur voru á svæðinu. Því miður vildu strákarnir á Hringbrautini ekki koma í Álftamýrina. Skemmujarlinn tók því vel, þótt ég tafðist, en það gerði húsráðandinn ekki og taldi að Deng hefði tekið stjórnina. Ég skrapp síðan til að hitta Jarlinn og síðan aftur heim. þar sem ég ferjaði liðið niðrí bæ, en ég og Jónas skruppum aðeins á Bohem. Eftirá að hyggja hefði ég viljað taka það rólega því ég sofnaði ekki fyrr en kl. 4.00, en vaknaði eldsnemma eða kl. 7.00, því ég þurfti að fara á Nesjavallarhótelið með félögum mínum á geðdeildinni, til að berja Félagsliðahópinn saman. Við dvöldum þar í sólahring. Auk tveggja kennara vorum við sjö starfsmenn m.a mætti Skagamangi og Sigurborg D-11, Arthur d-12, Albert d-28, Sveinbjörn D-15, en Gummi Svavarsson D-12 mætti því miður ekki og lét ekkert heyra í sér. Arthur svaf yfir sig, en keyrði sjálfur og náði fyrir hádegi og því varð ég að vera með öðrum í hóp, en upphaflega hafði verið ákveðið. Við sátum á skólabekk til kl 5.00, en eftir það var afslöppun, hátíðarmálsverður og bjór. Ég tók einungsi 3. bjóra með mér, en fékk að drekka "heimaframleiðslu" frá einum ónefndum félaga, sem bragðaðist mjög vel. Maggi tók líka hressilega á því og endaði í sínu alversta formi, en við enduðum í heitapottinum kl 3.00 um nóttina. Magnús var kominn á það stig að segja söguna þegar hann gekk á milli barana í Köben um árið, og sagði öllum viðstöddum að hann væri Jesú Kristur. En í fyrst skipti sem ég hitti Magnús, heima hjá Halldóri Ólafsyni á Klappastíg árið 1989, sagði hann mér þessa sögu. Þá leist mér ekkert á þennan stutta síðhærðu fyllibyttu, sem þóttist vera Jesú og sagðist í ofanálagf vera skákmaður ofanaf Skaga. Ferðin á Nesjavelli var mjög vel heppnuð og umhverfið ægifagurt, með Hengilinn stórbrotinn, en ég hefði eftirá viljað fara í góða fjallgöngu, enda þótt kalt væri úti. Ég kom heim kl. 3.00 á Sunnudegi. Færðin á Nesjavellavegi var svo slæm að Þórunn Sveinbjarnardóttir hjá Eflingu komst ekki til að heilsa upp á okkur. Hún gerir það þá bara seinna.
Því miður get ég ekki sett inn gleðimolamyndir fyrr, en á morgun því ég kemst ekki inná heimasvæði mitt.....

Nesjavallavirkjun

0 Comments:

Post a Comment

<< Home