Bigorexía
Ég gat lítið lesið fyrir prófið í dag, enda latur fram úr hófi, þurfti að horfa á fótbolta í gær, Chelsea og Barcelona, en þeir síðarnefndu unnu Milan í góðum leik. Síðan var ég ekki rólegur fyrr en Bush hafði unnið sigur gegn kommanum Kerry. Las því frá kl 10.00 í morgun til kl 2.00, en fór þá beint í prófið. Gat ekkert í hinum svokölluðu kvennaspurningum, um fæðingu,meðgöngu og getnaðarvarnir, en hef bjargað mér á einhverju öðru. Tek þá bara prófið aftur, ef allt fer á versta veg. Ég þurfti m.a að vita allt um anorexíu, bulemíu, offitu og bigorexíu. Já, bigorexía, hvað er það? Jú, það er verið að kenna heilbrigðisstarsfólki að Bigorexía, eða vöðvafíkn sé óstjórnleg ástundun líkamsræktar, sérstakt mataræði og inntaka fæðubótaefna og jafnvel stera er farið að hafa truflandi áhrif á einstaklinginn, sem sýktur er. Bigorexíann leitast við að stækka vöðva sína verulega og halda þeim þannig og upplifir vannlíðan af tilhugsuninni um að þeir minnki eða rýrni. Sá hinn sami fær sektarkennd sama hversu massaður hann er. Já, svona er fórdómum sáð í skólakerfinu um lyftingar. Svívirðilegt að bera lyftingaástríðu við geðsjúkdóma eins og bulemíu og anorexíu. En kanski er vinur minn Greg Valentíno með bigorexíu? Hann er svo sannarlega að safna upphandleggsvöðvum. Annars fékk ég áfall áðan þegar ég sá frétt af hnífstungumálinu í gær. Sýndist lögreglan vera að taka St. Blöff fastann fyrir aðild hans að þessu sorglega máli. St. Blöff hefur verið að mæta í gymmið í gegnum árin og er kanski þekktastur fyrir að hafa komið með Hjört Geirsson fyrst á æfingu. Ég er 99% viss um að þetta hafi verið hann. St. þessi hefur átt við alvarleg veikindi að stríða hin síðari ár, en hefur ekki verið talin ofbeldismaður. Það var guðsmildi að hinn maðurinn sé úr lífshættu.
2 Comments:
Það kennir ýmsa grasa í gyminu
Tek það fram að St hefur aldrei æft í Grettisgötugymminu. Hann æfði í Brautarholti. St. er góður drengur, eins og ég hef kynnst honum í gegnum tíðina og skemmtileg týpa. Vorum saman í Iðnskólanum fyrir margt löngu. Sá nærmynd af hounum á forsíðu DV í dag og það fer varla á milli mála að þetta er hann. Þetta með Kerry og kommana var bara grín. Svo virðist sem margir Sjálfstæðismenn hafi tekið ástfóstri við öfgastefnu Bush og í þeirra augum var Kerry ekki ákjósanlegur kostur.
Post a Comment
<< Home