Tuesday, November 02, 2004

Í guðana bænum!

Slökum öll á og drögum djúpt andann, því ég er að fara í próf í heilbrigðisfræði á morgun kl. 2.00 og er ekkert byrjaður að lesa. Ætla samt að horfa á leikina í dag, Chelsea-Mosckva, Barca-Milan og síðast en ekki síst kosningasjónvarpið í nótt. Get sennilega ekkert lesið eða bloggað fyrr en á morgun. Í nótt ræðst hvort Bush fái ekki að halda áfram góðu starfi. Halldór Ásgrímsson, Davíð, ég og allt Ómegaliðið leggjumst nú á skeljarnar og byðjum þess að Bush vinni, svo við getum áfram tryggt heimsfriðinn. Við þurfum líka að hreinsa til í Íran, Norður Kóreu og öllum þessum öxulveldum hins illa. Svo erum við Íslendingar komnir með her, frábært að lauma þessu svona inn. Friðargæsluliðarnir í Kabúl eru að sjálfsögðu hermenn, Gott mál, loksins get ég borið höfuð hátt, þegar ég tala við útlendinga. Við erum í stríði, eigum her. Halldór Ásgrímsson fær allt mitt hrós enda fæddur 8. sept eins og ég. Sniðugt að lauma þessu svona inn, allveg eins og þegar herinn kom hérna á eftirstríðsárunum og þegar við gengum í Nato. Látum ekki helvítis kommana ráða. Í guðana bænum.

My Photo


0 Comments:

Post a Comment

<< Home