Herramaðurinn
Herramaðurinn er alger þráhyggja hjá mér. Hef átt herramanninn í nokkur ár. Herramaðurinn er hvítur Benz, sem Steve foringi seldi mér um árið. Þá átti hann tvo Benza og vildi losa sig við annan. Ég vildi eignast þann ódýrari, en hann hafði áður verið eigu Skara Rauða. Eitt sinn þegar ég var í heimsókn á Hringbrautinni hjá Magister-Cat, mætti ég draugfullum gömlum karli, sem bjó á hæðinni fyrir neðan Cat. Gamla byttann hafði ætið verið til mikilla vandræða í húsinu vegna drykkjuskapar, en þegar hann sá mig birtast á nýbónuðum Benzanum, leit hann á ryðblettina á benzanum og sagði: "Þetta er herramaður í druslufötum!"" og greinilegt var að honum fannstt bíllinn vera fremur illa farinn, en Benzinn sjálfur er eðalvagn, sem á að bera virðingu fyrir. Eftir það gekk bílinn alltaf í mínum huga undir nafninu, Herramaðurinn. Hvað um það. Eftir að ég keypti Daihatsuinn, þurfti ég að taka Benzann af númerum um hríð, þurfti eftir það ávallt að vera á flótta með hann frá embætti Gatnamálastjóra, sem sér um að númerslausir bílar séu hirtir af götum borgarinnar, ef þeir eru ekki á einkalóð. Þegar ég fór í greiðslumat í fyrra, þurfti ég eftir mikið japl og juð að afskrá hann til að ná um hálfri milljón hærra greiðslumati. Ég nennti ekki að standa í meira þrefi, enda var hann á skattaskýrslunni. Síðan þá hef ég þurft að færa hann til. Hann hefur verið á Miklubraut og Gnoðavogi, á tveim stöðum við þá ágætu götu, þar sem fjölskylda mín og Matta Meiriháttar fylgdust með honum. Eitt skipti þurfti ég að sækja hann uppí Vöku og borga 10.000 krónur. Einnig hafa nokkrir sérvitringar verið að falast eftir felgunum á bílnum einhverja hluta vegna. Einn sem bjó á Miklubraut vildi skipta við mig á öðrum Benz glansfelgum, en þær voru einhvað minni í tommum talið. Einnig vildi Elías Sveinsson fyrrum tugþrautamaður kaupa þær. Síðan hefur einn dulafullur maður hringt tvisvar, en hann vildi skipta við mig og borga í milli 10-15 þúsund krónur. Eg reyndi að sýna honum kurteysi, en hann heldur áfram að tuða í mér, en ég læt hann ekki ná í mig aftur, því hann var farinn að rakka niður bílinn. Ég mun því ekki selja þeim manni felgurnar, þótt hann byði í þær 100.000 krónur. Bíllin verður fornbíll eftir tæplega tvö mánuði, ef ég skil þetta rétt og draumurinn er að setja hann á götuna aftur á næsta ári og þá fær herramaðurinn vonandi þá virðingu sem hann á skilið. Jæja þá að æfingu gærdagsins. Ég reyndi við 155 kg í bekkpressu, en var ekki ánægður. Fæ alltaf eithvað leiðindar tak í bakið þegar í er kominn í toppana, einnig einhvern seiðing í vinstri öxl. Ætla bara að einbeita mér að réttstöðunni, en Stevegym.net hópurinn hefur nú tekið að sér að halda Íslandsandsmótið í réttstöðu í lok nóvember. Annars tóku þeir Ægir og Hlölli vel á því í bekknum í gær. Hlölli tók 210 kg og Ægir tók 215 kg, sem er persónuleg bæting. Ég komst því miður ekki á æfingu í dag föstudag, því ég tók aukavakt á D-28 í Hátúni til að eiga fyrir salti í grautinn. Missti því af góðri lyftu hjá Bjarka Geysi, en hann tók 315 kg í réttstöðu án stálbróka og var það listabæting og persónuleg bæting án brókar.
Herramaðurinn
Matta Meiriháttar
CHE
Skafningurinn
Hrikalegir
Bekkurinn og Cat
Hlölli og Ægir
Curl
Tuborg
Spjóti
Ægir með 215 kg á bekk
Herramaðurinn
Matta Meiriháttar
CHE
Skafningurinn
Hrikalegir
Bekkurinn og Cat
Hlölli og Ægir
Curl
Tuborg
Spjóti
Ægir með 215 kg á bekk
0 Comments:
Post a Comment
<< Home