Friday, November 12, 2004

Klúður á Grand

Föstudagarnir eru oft Grandrokk dagar. Byrjaði reyndar á þessu venjulega. Hlusta á íþróttaþáttinn, "Mín skoðun með Valtý Birni" á útvarpsstöðinni Skonrokk. Þessi þáttur er alla virka daga milli 12-14. Ég fæ alla mína þekkingu um enska fótboltann úr þessum þætti, en það dugði mér ekki á Grandrokk, þar sem ég klúðraði fremur auðveldri bjórspurningu um fótboltann. Hlustaði svo á sveppinn hann Inga Hrafn og bróðir hans vera að útúða hinum friðelskandi Arafat á Útvarpi Sögu. Reyndar kom Sveinn Rúnar Hauksson til Hallgríms Thorsteinssonar og dásamaði Arafat í þættinum á eftir. Fór í Símann í Ármúla til að léðrétta símreikning, en ótrúlega ruglað afgreiðslukerfi, sem kostaði milljarð, virkar ekkert. Get ekki beðið þangað til ég verð fluttur með heimasímann og gemsann til Ogvodafone. Fór svo á Súfistan og hitti þar Faaborg. Skellti mér svo á létta æfingu, þar sem ekkert markvert gerðist. Var enginn að taka á því þann daginn held ég. Siggi Inga kom svo í stöðina, því við ætluðum að keppa í spurningakeppninni á Grandrokk. Siggi er nýkominn frá Búlgaríu og Tékklandi þar sem hann var að skoða skóla, sem hefur tekið hann inn. Þar ætlar hann að mennta sig meira í Efnafræði, held ég. Svo fór hann til Tékklands á leyniskákmót. Siggi fer svo til Búlgaríu í byrjun janúar. Annars er Siggi mjög ferðaglaður. Hann hefur farið tvisvar til Kúbu og ferðast um alla gömlu Austur-Evrópu eins og hún leggur sig. Þetta er örugglega tíunda ferð hans til Búlgaríu. Annars erum við ágætis lið, því við höfum svo ólík áhugamál. Hann er auðvitað ótrúlega lúnkinn í raungreinum og stærðfræði auk þess sem hann er almennt vel að sér. Ég sé hins vegar meira um íþrótta og sagnfræði spurningarnar. Við náðum tólf réttum, en sigurvegarinn náði 18 réttum, en við fórum einmitt yfir hjá þeim. Annar þeirra var Ævar Jósepsson útvarpsmaður. Reyndar þurftu þeir í bráðabana. Veit ekki hvernig það fór. Dæmi um klúðrið var að í bjórspurningunni var spurt. Hversu marga leiki lék Arsenal í deildinni án þess að tapa? Svarið var 49 leikir, en ég sagði 53. Miðað við hversu vel ég fylgist með enska boltanum, þá átti ég að vita þetta. Ég gat næstu spurningu á eftir sem var mun þyngri, en spurt var í hvaða sæti er Millwall í 1. deildinni í dag. Þeir eru í 10. sæti akkúrat núna. Þetta vissi ég!! Eins var spurt um síðasta konung Íslendinga. hann hét Kristján X, en ekki Kristján IX eins og við skrifuðum. Já við hefðum getað endað með efstu mönnum, ef við hefðum ekki klúðrað nokkrum einföldum spurningum.

Bjarki Súper
Nýmoli
Klíkan
Búlgaríufari
María
Grand
Grand
Ævar Örn Jósepsson



0 Comments:

Post a Comment

<< Home