Thursday, November 11, 2004

Engar aukavaktir

Ég er búinn að vera í fríi síðan á aðfaranótt mánudags. Ég hef treyst á að fá aukavakt þegar ég er í frívikunni. Allavegana 2-3 vaktir þegar ég er í sjö daga fríi, en nú ber svo við að ég hef ekki fengið eina einustu. Það er til marks um seinheppni mína að það var akkúrat hringt þegar ég var í félagsliðanum á miðvikudaginn og ég missti þá af tvöfaldri vakt á D-33c. En þegar ég er í vinnuviku þá stoppar ekki síminn. Hvernig get ég orðið ríkur ef ég fæ ekkert að gera. Auðvitað verð ég ekki ríkur meðan ég er að vinna hjá ríkinu. Það segir sig sjálft. Það hefur aðeins einn ófaglærður geðdeildarfulltrúi orðið ríkur. Lárus heitir hann og var að vinna á deild-14 í nokkur ár. Hann sagðist reka súkkulaðiverksmiðju á daginn (að eigin sögn) og á nóttini sá hann um bókhaldið fyrir sælgætisverksmiðuna auk þess sem hann hékk á netinu og verslaði hlutabréf á Wall Street. Hann sagðist einungis vera að vinna á Kleppnum útaf skattinum. Betra væri að þykjast hafa smá innkomu. Hann vildi aldrei taka nein námskeið til að hífa upp launinn. Þetta væru hvort eð er bara vasapeningar. Hann var eiginlega hættur að tala um milljónir og var farinn að tala um milljarða. Meðal fyrirtækja sem hann keypti í var Orkufyrirtækið Enron. Lárus sagðist hafa keypt fyrir tugi milljóna þegar hlutur þess var í lámarki, en hlutabréf fyritækisins þutu upp nokkru síðar. Þvílíkt glópalán var þá einum verðbréfasala KB-Verðbréfa að orði. Annaðhvort er maðurinn allgjör idjót eða hann er alger fjármálasnyllingur sagði sami bankafulltrúinn þegar hann frétti um þessi viðskipti. Enginn veit enn hvort Lárus hafi alltaf verið að segja sannleikann. Sumir héldu reyndar fram að maðurinn væri sjúklegur lygari, en aðrir trúðu á hann, enda höfðu þeir hinir sömu fengið marga fyrirlestra um hlutabréfaviðskipti á næturvöktum. Lárus er nú hættur að vinna og ekki er vitað hvað hann tók sér fyrir hendur. Vonandi fæ ég að heyra af milljarðarmæringnum fljótlega.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home