Wednesday, November 10, 2004

Afi

Hef verið smá upptekinn og því lítið getað bloggað, teflt eða annað merkilegra. Viktoría og Benjamín fengu að gista eina nótt og þau sáu um að maður komst hvorki í tölvuna né horft á fótbolta. Er þó að leggja lokahönd á viðtalið við Hlöllahlúnkinn fyrir Stevegym.net. Hlölli þessi heitir Svavar Smárason og hefur unnið á Hlöllabátum síðan 1989. Hlölli er með hrikalega breiða handleggi og er mjög öflugur, sérstaklega í bekkpressu. Mjög merkilegur maður, sem hefur frá mörgu skemmtilegu að segja, en ég ætla ekki að segja meira frá honum hér, kemur allt í viðtalinu. Annars fórum við allur hópurinn í heimsókn til afa í gær. Hann býr nú á Vesturgötu, beint á móti húsinu sem hann átti á Garðarstæti, en þar var fyrirtæki hans, Vélasalan til húsa í áratugi. Afi minn heitir Gunnar Friðriksson. Hann er fæddur að Látrum í Aðalvík sem nú er komið í eyði. Lífsbaráttan þar var linnulaus þrældómur, en afi flytur suður og vegnaði vel í viðskiptum og flytur m.a inn tugi báta frá Póllandi. Kanski voru einu mistök hans að selja ættaróðalið dóttursyni sínum á 8.5 milljónir, sem strákurinn seldi nokkrum árum seinna á 28,5 milljónir. Afi vildi halda húsinu innan ættarinnar og því fékk strákurinn húsið á góðu verði. Afi er stálminnugur og nokkuð heilsuhraustur miðað við aldur, en hann verður 91 árs, 29 nóvember, en hann er fæddur sama dag og Viktoría Johnsen barnabarnabarnið hans, sem er með honum á myndinni. Hún verður 11. ára eftir nokkra daga. Kanski halda þau uppá afmælið saman, hver veit?

Afi
Afi
Afi
Blaðaúrklippa
Blaðaúrklippa

1 Comments:

Blogger Gunz said...

Ég þyrfti að þróa mig í myndunum

12:43 PM  

Post a Comment

<< Home