Tuesday, November 09, 2004

Mánudagurnir eru bestir

Eða á ég kanski að segja Mánudagur til mæðu. Nú hef ég verið í basli með afnotagjöld RÚV í nokkur ár, þegar þeir byrjuðu að senda mér reikning fyrst fyrir nokkrum árum. Ég borgaði þeim Skúla Sigurðz & Lögmannsstofunni 42 þúsund eða 50 % af skuldinni og samdi um að klára eftir áramót. Þetta gerði ég í góðri trú, 26 október eða tveim dögum fyrir fjárnámið. Skúli ruglaðist eithvað og fjarnámið fór í gegn. Þeir eru hálf vandræðalegir, og ætla að fella niður allan kostnað, en eftir stendur að þeir klúðruðu málum, og nú er þetta lið með veð í íbúðinni og ég veit ekki hvað. Ég ætti bara að senda handrukkara á þetta helvítis lið. Reyndar á ég bara 50 þúsund eftir, sem ég borga eftir áramót. En ég get gleymt öllu tölvukaupum og þess háttar. Mitt nafn er orðið býsna svart, svo ekki biðja mig um að skrifa undir neitt, því það hefur ekkert uppá sig. En ég held að ég skuldi engum neitt í dag, nema bara RUV og foringjanum. Verð vonandi allveg laus við handrukkara, meðan ég held mig frá dópinu. Ég fór í fjölskylduboð uppí Álftarnes, þar sem millarnir búa. Krakkarnir sungu og spiluðu fyrir gesti og ég ætla bara að láta myndirnar tala sínu máli. Síðan kíkti ég á starfsfélaga minn Guðmund Svavarsson og frú Fonn, en þeim fæddist erfingi um daginn. Lítil stúlka og gekk allt að óskum. Guðmundur á einn strák eins og hálfs árs og tíu ára stelpu með fyrrum konu sinni sem er frá Philipseyjum. Fonn kona hans kemur frá Thailandi eins og Deng og hér býr einnig systir hennar Faa. Litli stákurinn var sofandi og því náði ég enga muyn af honum. Guðmundur bjó sem ungur maður nokkur ár í Svíþjóð í Lundi og Malmö. Hann bjó og lék sér með Sigunum og spilaði fótbolta með sama hverfisliði og Zlatan Ibrahimovic , sem nú er einn besti knattspyrnumaður heims. Guðmundur var mikið partýljón hér áður fyrr, en hefur róast eftir að hann gerðist alvöru fjölskyldumaður. Guðmundur er brjálaður knattspyrnuáhugamaður og styður Nottingham Forest (af öllum liðum) af lífi og sál. Byrjaði reyndar að halda með þeim útaf Peter Shilton markverði, en Forest urðu stórveldi á níunda áratugnum. En í evrópu eru það Atletico Madrid, Kaiserslaten og KR. Gummi er ein alfræðiorðabók um fótbolta og ýmislegt annað og ég ætti kanski að plata hann á Grandrokk einhvern daginn. Fjölskyldan ætlar að selja blokkar íbúð sína í Breiðholti og flytja í stórt einbýlishús í Þorlákshöfn og fá um tvær milljónir í vasann. Gummi mun samt áfram starfa á Kleppnum, en horfa á fófbolta á Þorlákshöfn. Ég ætti kanski að skoða þennan möguleika líka. Því Eyrabakki hefur mér nefnilega alltaf þótt sjarmerandi.
Ölli
Grjóni og Valentíno
Geysir tók 180 kg á bekk
Matarboð
Matarboð2
Matarboð3
Matarboð4
Matarboð5
Matarboð6
Matarboð7
Matarboð8
Hjá Gumma
Hjá Gumma2
Gummi og elsta barnið

0 Comments:

Post a Comment

<< Home