Wednesday, November 17, 2004

Með rottum

Ég vaknaði upp með andfælum um daginn, hafði fengið slæma martröð. Hvað var það sem mig dreymdi svona illa? Jú, það var kominn rotta í íbúðina og ég hafði tekið við hana ástfóstri, þrátt fyrir allan skítinn og viðbjóðinn sem fylgdi henni. Hvað þýddi þetta eiginleg? Gat þetta verið slæmur fyrirboði? Hef ekki hundsvit á draumum, en vona að þessi boði ekki eitthvað illt. Þennan sama dag, reyndar eftir miðnætti, á næturvaktinni, sá ég endurfluttning á þættinum, "Ísland í bítið". Í viðtali var ein bráðhugguleg einkunnargjöf, sem var eitthvað yfir tvítugt, með uppáhalds gæludýrið sitt. Hvaða dýr var hún með? Jú hún var með nokkrar litlar sætar rottur. Rotturnar voru yndisleg gæludýr að hennar sögn. Hreinlegar, félagslindar, skemmtilegar, fallegar og síðast en ekki síst alveg ljóngáfaðar. Þær læra að þekkja nafnið sitt, ólíkt einhverjum hömstrum, músum, eða kanínum. Allt í einu var ég alveg stórhrifinn. Þvílíkt og annað eins hafði ég ekki séð. Þessi dýr eru alveg stórkostleg. Það hafa örugglega verið gerðar einhverjar góðar dýralífsmyndir á Animal Planet stöðinni um rottur. Þyrfti að spyrja Magister að því. Hann horfir á þá stöð daginn út og inn, þegar húsdraugurinn er ekki að angra hann. Ég sá einu sinni þátt um hinn heilaga stað Gengis, þar sem margir Indverjar líta á sem heilagasta stað í heimi. Þar koma menn langt að til að baða sig og deyja. Þar og kanski víðar á Indlandi eru rottur taldar heilagar. Þar eru þær líka útum allt, fyrir öllum og eru gæfar sem lömb. Við Vesturlandabúar höfum hins vegar tengt rottur við smitsjúkdóma, svartadauða og flestar plágur, sem yfir okkur dynja. Allt í einu mundi ég að frænka mín, Viktoría Johnsen, tíu ára hefur verið að nauða í mér að ég kaupi dverghamstra og búr, Því hún megi ekki vera með þá sjálf. Ég gat því miður ekki sagt nei strax, heldur fór með henni í tvær ferðir til að skoða dverghamstra, mýs, hamstra, en reyndi svo að koma mér undan því að verða við óskum hennar. Auðvitað fæ ég mér ekki gæludýr aftur. Er löngu búinn með þann pakka. Átti hér áður fyrr, froska, skjaldbökur, páfagauka, fiska, fínkur, hund og dúfu. En hvað með rottu? Kanski ég segi bara Viktoríu frá nýfengnum áhuga mínum á rottum. Hún kaupir þá rotturnar, en ég geymi þær. Frábær hugmynd!
The image “http://re.pp.ru/ratty.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

1 Comments:

Blogger Gunz said...

Jæja, sennilega er ég að fá ritstífluna, sem menn voru búnir að spá að ég fengi. Ég var einmitt að hugsa þetta eftir að ég hafi látið greinina flakka! Þegar maður er farinn að skrifa um rottur, þá er nú fokið í flest skjól. :)

1:06 AM  

Post a Comment

<< Home