Monday, November 22, 2004

First we take Manhattan then we take Berlin

Er maður að upplifa aftur sömu hluti og þegar innrásinn í Írak var undirbúinn. Núna eru þeir byrjaðir að hamast í N-Kóreu og Íran, en auðvitað hefur Bush engan áhuga á Kóreu. Nú á nefnilega að byrja að þjarma að Íran, finna svo einhvern landflótta kjarnorkuvísindamann, sem er tilbúinn að staðfesta að Íranir séu að koma sér upp kjarnorkuvopnum og svo á að ráðast inn í landið til að bjarga heimsbygðinni og koma helvítis klerkunum frá. Vona að Halldór Ásgríms styðji Bush, annars er hann aumingi. Veit að Davíð okkar verður staðfastur og styður innrásina, enda gengur svo helvíti vel í Írak. Davíð veit að einugis er barist í einu héraði af þúsund. Væri frábært ef við staðföstu þjóðirnar myndum bara drífa í þessu, því það eru ennþá fjögur ár í kosningar hjá Bush og aðeins minna hjá okkur. Við gætum t.d sent nokkra "friðargæsluliða" til Írak, til að vinir okkar geta einbeitt sér að Íran
The image “http://vefpostur.internet.is/gfr/binladen_stor.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

Mirror on W

0 Comments:

Post a Comment

<< Home