Sunday, November 21, 2004

Sigur og tap

Við Faaborg brugðum okkur á Grandið á föstudaginn. Ég var ekki að hafa fyrir því að hringja í Sigga Ing enda var deildakeppninn í skák um helgina og ég bjóst ekki við að hann nennti að keppa í Drekktu Betur á Grand Rokk. Í raun var árangurinn hjá okkur Faaborg ekki góður. Dæmi um spurningar sem við klikkuðum á voru:
Hvaða knattspyrnufélag tók fyrst þátt í UEFA keppninni ? (Valur 1969, en ég sagði Keflavík 1970)
Í hvaða fylki USA er borginn Albaquerqe (New Mexico, en við sögðum Alaska)
Hvað eru margar tölur í rúllettu?
Hver er næst stærsta eyja í heimi
Hver er jafnan kallaður faðir Hafnafjarðar?
Hvað eru margir "menn" í hvoru liði í Baccamoon?
Hver var forsætisráðherra vorið 1958?
En við gátum spurningar eins og:
Hver sigraði í þrístökki á ólympíuleikunum í Melburne? (da Silva)
Hvað heitir höfuðborg Haiti? (Porto Prins)
Hvert er stærsta kattardýrið? (Bengaltígur, eða bara tígrisdýr)
Hver samdi leikritið uppreisn á Ísafirði? (Ragnar Arnalds)
Hver samdi operuna Tosca? (Puccini)
Hvaða tónskáld var uppi frá 1864-1949... (Richard Strauss)
Hvað heitir eiginmaður Steinunnar borgarstjóra? Ólafur Grétar Haraldsson)
En síðast en ekki síst, gátum við spruningu númer átján, sem hljómaði svona:
18. Undir hvaða nafni öðru gengur óvætturinn Vlad-Tepes (Dracula)
Eiginlega grísuðum við á þetta, nema að undirmeðvitundinn hafi vitað þetta, allavegana fannst mér að þetta hlyti að vera Dracula greifi, hljómaði eithvað svo slavneskt. Annars var kominn tími til að fá bjórspurninguna rétta, þar sem við höfum verið nálægt því að ná þeirri spurningu lengi. Við fengum okkur því sigurbjórinn, hvor fékk einn tékkneskann Budveiser og síðan yfirgáfum við staðinn. Um kvölddið var ég búinn að lofa Skagamönnum að tefla fyrir þá í deildarkeppninni í skák. Magnús hafði ekki samband við mig fyrr en á þriðjudaginn, þannig að ég sagðist aðeins tefla eina skák, en breytti því því í tvær, eftir suð í Magnúsi, en alls eru tefldar fjórar umferðir í fyrri hlutanum. Að mörgu leyti er í óánægður með liðstjórnina hjá Skagamönnum. Gunnar Magg og Maggi Magg virðast vera einráðir, en það sem þarf er einn fyrirliði, sem heldur utanum allt og hringir í menn tímanlega. Ég taldi mig ekki hafa tíma til
að redda vöktunum, þannig að ég bauðst til að tefla á föstudaginn. Það voru alger mistök því ég átti að mæta í vinnu kl 23.00, en skákinn hófst ekki fyrr, en 20.30, vegna langrar setningaathafnar. Ég var því að tefla hraðskák við Harald Baldursson í TK, og notaði rétt rúmlega hálftíma, en hann notaði báða tvo tímana sem stilltir voru á hans klukku og auðvitað nægði þetta mér ekki og ég kom tæplega klukkutíma of seint á næturvaktina. Ég var svo svekktur að ég tilkynnti Skaga-Manga að ég myndi ekki tefla á laugardaginn kl 17.00 og rauk svo í vinnuna. Það er ljóst að ég muni taka mér langa hvíld frá þessu móti og mæti þá ekki í seinni hlutann sem er eftir áramót. Sökinn er algerlega mín, ég hefði aldrei átt að tefla þessa skák á föstudaginn, en gefa fremur kost á mér á laugardaginn.

Spyrillinn Davíð Þór
Keppendur
Þessir urðu ofarlega
Kokkur Kvæsir
Ingvar Gamli vann Hannes!
Nataf hitt ég á Kúbu
Akranes-Kópavogur
Ofurmeistarinn Evlest tefldi fyrir Hauka
TA-TK
Fjallið okkar
Kaffi Paris klíkan
Viddi Veiðihnífur í réttstöðu


0 Comments:

Post a Comment

<< Home