Saturday, November 20, 2004

Búum við í aumingjavænu þjóðfélagi

(Léttur fyrirlestur sem við Skaga-Mangi og Arthur flytjum á mánudaginn)

Þessi titill er ekki til að særa einhvern, heldur voru þetta næstum orðrétt ummæli sem Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli viðhafði við fjölmiðlafólk í tilefni þess að danskir móturhjólatöffarar voru handteknir í Leifstöð. Kanski er ekki viðeigandi að bera saman glæpamenn og öryrkja, en það er athyglisvert að skoða hverju það sætir að öryrkjum á framfærslu ríkisins hefur fjölgað um helming á rúmlega áratug. Svar við þeirri spurningu er ekki einfalt. Málefni öryrkja voru mikið í umræðunni eftir dóm Hæstaréttar og viðbrögð ríkistjórnarinnar við dómnum. Einn stjórnarþingmaðurinn, Pétur Blöndal tjáði sig ógætilega í þeirri umræðu og var harðlega gagnrýndur af mörgum öryrkjum í kjölfarið. En hafði hann eithvað til síns máls? Honum fannst ansi margir vera að misnota velferðakerfið og tók nokkur dæmi í því sambandi. En hver á ástæðan fyrir þessari öru fjölgun öryrkja? Eru margir einstaklingar að misnota kerfið? Við ætlum að velta fyrir okkur hvers vegna öryrkjum hefur fjölgað svona mikið hin síðari ár. Í umfæðunni um öryrkjamál síðustu misseri hefur það komið fram að öryrkjum hafi fjölgað um 50 % frá miðbiki síðasta áratugar. Án nánari skoðunar og samhengis er eðlilegt að við spyrjum okkur hvað sé eiginlega á seyði, hvort heilsu okkar hafi farið svona ört hnignandi eða tryggingalæknum orðinn svona laus penninn. Til að vitræn umræða geti orðið um þessi mál verðum við í fyrsta lagi að gera okkur grein fyrir hvað örorkulífeyrisþegar eiga sameiginlegt. Það sem þeir eiga öðru fremur sameiginlegt er að þeir eru fólk sem vegna fötlunar sinnar, jafnvel lítilsháttar fötlunar, er ekki talið uppfylla þær ört harðnandi kröfur sem gerðar eru á íslenskum vinnumarkaði. En hvers vegna skyldu kröfurnar hafa farið svona ört harnandi? Atvinnuleysi hefur vaxið tífalt meira og gerbreyting hefur orðið atvinnuháttum og eftirspurn eftir vinnuafli. Allt fram á síðasta áratug hafa fatlaðir Íslendingar átt því láni að fagna að hér hefur verið mjög mikil og góð eftirspurn eftir vinnuafli, raunar svo mjög að á áttunda og níunda áratug síðustu aldar var atvinnuleysi liðlega 0,5% að meðaltali. Síðan þá hefur atvinnuleysi rokið upp og verið í kringum 3%, sem er væntanlega svipað og í nágrannalöndum okkar. Atvinnuleysi hefur því að minnsta kosti aukist um 500%, tíu sinnum meira en hlutfallsleg fjölgun öryrkja. En fjölgun öryrkja var þó ekki um leið og atvinnuleysið hélt innreið sína í byrjun síðasta áratugar. Stærsti þátturinn í fjölgun öryrkja í þá kanski atvinnuástandið. Læknar hafa bent á að ótrygg vinna og atvinnuleysi stuðli mjög að þunglyndi og leysi gjarnan atvinnumöguleika þess sem fyrir verður. Hér er um að ræða örorku sem rekja má beint til atvinnuleysis. Þessir nýju öryrkjar valda síðan enn frekari fjölgun í hópi öryrkja, einstaklinga sem margir hverjir gætu svo hæglega unnið fyrir sér ef atvinnuástand hefði ekki versnað svo mjög sem raun ber vitni. Læknar bera líka mikla ábyrgð. Hver hefur ekki talað við fólk, sem þeim finnst að hafi misnotað kerfið á einhvern hátt, kanski af illri nauðsyn. Fólk sem jafnvel hefur viðurkennt blákalt að hafa sett upp leikrit í nokkrar vikur og mánuði til þess að komast á örorku. Eitt sinn talaði ég við mann sem hafði setið inni, og hann tjáði mér að flestir sem kæmu út eftir langa afplánum, þyrftu að setja upp leikþátt fyrir lækninn. Þunglyndi, fælni, vannlíðan osf. Það er á endanum Tryggingalæknir í TR, sem metur hvort læknisfræðilegum skilyrðum endurhæfingalífeyris eða örorkulífeyris er fullnægt og setur sjúkdómsgreiningar í matsgerð sína. Í stuttu máli er niðurstaðan samvinna tryggingalæknis og vottorðsgjafa (meðferðarlæknis). Meðferðarlæknir nefnir fyrst þær sjúkdómsgreiningar sem hann telur líklegastar til að leiða til jákvæðrar niðurstöðu (bótagreiðslu) fyrir sjúkling sinn.
En bera læknar ekki oft mikla ábyrgð? Í könnun sem nýlega ver gerð í Noregi voru læknar spurðir hvort það kæmi fyrir að þeir höguðu upplýsingagjöf sinni í vottorðum meðvitað þannig að þeir lýstu aðstæðum sjúklings með þeim hætti að sem mestar líkur væru á að þeir fengju þær bætur sem þeir væru að sækja um. Svöruðu 39% læknanna þeirri spurningu játandi. Við höfum auðvitað mestan áhuga á örorku vegna geðsjúkdóms og í rannsókn sem náði til allra sem metnir höfðu verið til örorku og voru búsettir á Íslansdi þann 1. desember 2002 höfðu 32% kvenna og 42% karla sem metin höfðu verið til hærra örorkustigsins (að minnsta kosti 75% örorku) geðröskun sem fyrstu sjúkdómsgreiningu. Jafnframt kom fram að algengi örorku vegna geðraskana hefur að undanförnum árum farið vaxandi. Þann 1. desember 202 hafði 11.791 einstaklingi búsettum á Íslandi verið metin örorka vegna lífeyristrygginga almannatrygginga, 7044 konum (59,7) og 4747 körlum (40,3%). Það er því ljóst að það er þessi hópur sem lendir útundann, þegar kreppir að á vinnumarkaði með aukinni samkeppni, auknum kröfum um vinnuafköst og auknu atvinnuleysi. Það liggur einnig fyrir að að einn af hverjum tíu atvinnulausum er háskólagenginn, en öryrkinn er oftast með stutta skólagöngu að baki og því er mesta meinsemdin það gjörbreytta atvinnuástand sem við búum við, ræða það til hlítar og ráðast gegn þessu böli eins og ábyrgu samfélagi ber. Með þögninni erum við á hinn bóginn að mynda áður óþekkta þjóðarsátt um aukinn fjölda öryrkja.
The image “http://web.unicam.it/unicam/disabili/images/Cancella-l'Handicap.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home