Thursday, November 25, 2004

Stöðumæla-aumingjar

Þegar ég labbaði niður í morgun og opnaði póstkassann var í fyrir nettu áfalli. Ég hélt að ég væri laus við allan óvæntan gluggapóst, en í kassanum var stöðumælasekt frá Bifreiðarstæðarsjóði að upphæð 2200 kr. Ég kannast ekkert við að hafa fengið stöðumælasekt, en mundi eftir einni uppákomu fyrir c.a hálfum mánuði. Þá hafði ég farið með fjölskylduna í Kjörgarð við Laugaveg. Við lögðum á stæði sem er næst Kjörgarði að framan. Fyrst fór ég inn með fólkinu og borgaði nokkrar krónur, en fór síða út og beið í bílnum. Þegar hálftími var liðin þá kíkti ég í andyrið á Kjörgarði til að líta eftir fólkinu, c.a 6. metra, en um leið var kominn gamall horaður stöðumælavörður. Hann var byrjaður að bóka mig, en ég sagðist hafa verið við bílinn. Gamli blýantsnagarinn sagði ekkert heldur stakk nótubókinni í vasann og hvarf á braut án þess að sekta mig, en svo virðist sem helvítis drjólinn hafi samt sektað mig, en ekki látið mig vita. Þannig að nú átti ég að skulda þeim rúmlega helming upphæðarinnar. Ég fór niðrá aðalskrifstofu embættisins og fór að kanna málið. Þar var mér sagt að ég hafi neitað að taka við sektarmiðanum, sem er ekkert annað en tóm lygi. Ef til vill hefur þessi ræfill ekki þorað að láta miðan á bílinn, kanski verið hræddur um að ég berði hann. Þeir sem þekkja mig vita að ég stunda ekki ofbeldi, ekki einu sinni gegn svona aumingjum. Ég fyllti út klöguskýrslu og skilaði inn. Mér var sagt að það tæki þrjár vikur að fá úr þessu skorið. Annars er ég ekki bjartsýnn. Fyrir um 15. árum sprakk á bílnum (Dodge Aspen, stórglæsilegri kerru sem ég átti í nokkur ár) á Hverfisgötu. Ég þurfti að leggja í stæði og hringja í vin til þess að redda nýju dekki. Þegar ég kom aftur að bílnum, sem ég hafði náð að renna í stæði fyrir framan Regnbogann, þá var ég kominn með sekt. Sú sekt var ekki afturkölluð. Ég hef því litla trú á að þessir andskotar geri eithvað núna. Ég hitti gullsmið um daginn, sem var að smíða verðlaunagripina fyrir mótið á laugardaginn. Við reyndumst vera náskyldir, en hann er sonur Hönnu frænku, sem er systurdóttir Unnar ömmu. Hann sagðist hafa flutt verslun sína úr miðbænum (Lækjargötu) vegna stöðumæladrauganna, sen væru að gera kúnnum hans lífið leitt. Þess vegna hafði hann flutt í Kópavoginn. Þessi stöðumælafífl eru þjóðfélagsmein og eru að drepa miðbæinn. Við verðum að stofna samtök gegn þessum óþverra. Ég hitti ungan vinalegan starfsbróður stöðumalavarðarins í dag á Skólavörðustíg og sagði honum frá þessari uppákomu. Honum fannst það óvenjuleg vinnubrögð hjá þeim gamla. Næstu daga ætla ég að labba Laugaveginn þveran og endilangan til að finna mannfýluna. Annars legg ég alltaf á sama stað í miðbænum, yfirleitt á Óðinsgötu eða Freyjugötu og labba frekar í bæinn. Ég get verið djöfulli þrjóskur, eins og þarna um árið, 1992 held ég að það hafi verið, þegar ég var að skemmta mér með þeim heiðursmönnum Robba Armenna og Sveini Helga Geirssyni (fyrrum handrukkara). Við höfðu málað bæinn rauðan. Svenni hafði slegist á öllum stöðum, sem og Robbi, en ég hafði haldið á yfirhöfnum, en bjargað þeim, þegar við átti. Á Lækjargötu hafði Svenni verið að slást við tvo svartklædda menn sem ætluðu að leggja hann í götuna og ég ákvað að bjarga honum stökk á mennina, tók þá hálstaki og fleygði þeim frá. Svenni hljóp í burtu, sem og Robbi og skildi mig einan eftir, en yfir Lækjargötuna hlupu fleirri svartklæddir menn og réðust allir á mig. Þetta reyndust þá vera löggæslumenn við skyldustörf. Ég fékk að dúsa í Hverfissteini yfir nóttina og fannst það vera næg refsing. Skrifaði undir dómsátt um morguninn, en borgaði aldrei sektina og lét þá aldrei ná í mig, og á endanum voru þeir farnir að hringja í vinnuna til mín, en ég vann þá í Ártúnsskóla. Ég ætlaði að sitja af mér þessa þrjá daga, var allveg ákveðinn í því. En eitt skipti löngu seinna bankuðu þeir upp á hjá mér, voru komnir til að sækja mig. Ég var ný búinn að panta pizzu og var með gesti (Kára) í heimsókn á Háaleitisbrautinni. Ég neyddist því til að borga þennan 10.000 kr, sem ég hafði lofað. Þurfti þó að fylgja þeim niðrá lögreglustöð, til að fá kvittunn!!

Þetta er gaurinn sem sektaði mig, Lúlli stöðumælavörður.
The image “http://vefpostur.internet.is/gfr/arthur.JPG” cannot be displayed, because it contains errors.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home