Saturday, December 25, 2004

Þá er maður loksins kominn heim

Við fórum í nokkra daga sumarhúsaferð til N-Thailands og komum lögðum í hann 8. desember en komum aftur á aðfangadag um 4.30 í Keflavík. Þar sem ég var ekki á neinum túristastöðum, heldur var ég eini hvíti maðurinn á svæðinu og mállaus í þokkabót, þá tók ég það frekar rólega. Komst því miður aðeins einu sinni á internetið, en gat horft á nokkra góða fótboltaleiki á ESPN (Asía). Sá meðal annars Eið Smára skora flott mark gegn Arsenal. Svo fékk ég SMS þar sem mér var óskað til hamingju með nýjasta stórmeistara Íslendinga, Bobby Fischer. Sé að grein mín um málið hefur hreift aðeins við Dabba Feita. Ég var farinn að dreyma um að hitta Fischer og Sæma í flugvélinni frá Köben á aðfangadag, eða jafnvel Árna Ármann, Margeir, eða Rúnar Berg. Jú, einhverjir verða að fylgja honum hingað. Vonaðist allaveganna til að hitta einhvern annan en "tengdarsoninn" Marko Íslandsskelfi á heimleiðinni. Skrítið annars að mega ekki missa netsamband nokkra daga og Bobby Fischer er næstum orðin Íslenskur ríkisborgari. Síðast þegar ég missti netsamband setti Óli Grís Ísland á annan endan, þegar hann neitaði að skrifa undir fjölmiðlalöginn. Annars tók ég það ósköp rólega í ferðinni. Greip með mér tvær bækur á leiðinni útúr dyrunum (fékk Marklund lánaða úti). Las þær allar í tætlur. Hefði átta að taka c.a fjórtán, vegna langra ferðalaga, m.a tveggja tíu tíma flugferða. Það hefði auðgað andan. Bækurnar voru, Rödin (Arnaldur Indriðason), Sprengjuvargurinn (Liza Marklund) og Snorra Edda (Snorri Sturluson). Af hverju Snorra Eddu? Bara rakst á hana í drasli daginn áður, en ég fór. Svo er alltaf verið að spyrja úr Eddunni á Grandinu. Veit nú allt um Loka Laufeyjarson og hans hyski. Arnaldur er líka góður. Ætla að klára allar hans bækur á þessu ári. Lofa því! Drakk líka mikinn bjór, Singha, Chang, Leo. En ég lét Viskeyið eiga sig í þetta skiptið. Takk fyrir. Meira síðar. Verst með myndirnar. Smá tæknilegir örðuleikar. Einkunnarmeistarinn var á þessum slóðum nýlega og hann fær þann heiður að fylla skarðið. Fórum að skoða stærsta skýjagljúf Bangkokborgar sem heitir Byiyoke og er hann yfir 90 hæðir, en við fórum á efstu hæð til að skoða. Þarna er lúxushótel, en þarna hafa góðir menn stundað flengingar á lúxussvítu á hæð 79.
The image “http://photos2.worldisround.com/from_photos3/photos/1/607/416.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

The image “http://admin.wotif.com/WebData/PropImage/15882/baiyoke-hotel.gif” cannot be displayed, because it contains errors.
EINKUNNARMEISTARINN
EINKUNNARMEISTARINN
THAILAND
THAILAND
THAILAND
THAILAND

2 Comments:

Blogger Gunz said...

Aðvitað leigir Árni Ármann (Shell) einkaþotu undir meistarann. Hvænær kemur hann annars?

11:43 PM  
Blogger Gunz said...

Ætla nú samt að lesa, Bettý og Dauðarósir, eða hvað sem þessar bækur hans Arnaldar heita. Það eru kanski allar bækur skemmtilegar þegar maður er netlaus og mállaus hinum meginn á hnettinum!

6:37 AM  

Post a Comment

<< Home