Tuesday, December 07, 2004

Bobby Fischer að biðla til Dabba feita!?

Robert Fischer, fyrrverandi heimsmeistari í skák, hefur skrifað Davíð Oddssyni utanríkisráðherra bréf þar sem hann óskar eftir dvalarleyfi á Íslandi. Bíddu nú við, hvaða rugl er nú þetta? Robert Fischer að senda Davíð Oddsyni bréf. Ég hef kynnt mér skapgerð Fischers og veit að hann færi aldrei að biðla til aftaníósa hans Bush, þótt lífið liggi við. Annað hvort er Fischer orðin allveg snar ruglaður, eða að Sæmi Rokk vinur hans hefur gleymt að segja honum frá fleðurlátum Davíðs við Bush. Hann hefði kanski frekar átt að senda hinum föðurlandssvikaranum bréf honum Dóra fúla. Ólíkt Dabba hefur Dóri Fúli ekki skítlegt eðli að bera, en hann mun sennilega ekki þora að veita Fischer hér hæli, vegna hræðslu við að Dabbi setji hann af í Keisaraembættinu eða að Bush myndi endanlega loka herstöðinni á Suðurnesjum. Ég sem var farin að hlakka til að tefla við Bobby Fisher við "Sundinn Blá". Við hefðum sennilega ekki teflt hefbundna skák, heldur Fischer afbrigðið af skák. Já þetta er nú ljóta Bananalýðveldið. Held bara að ég yfirgefi þetta sker um hríð.
The image “http://gfx.dagbladet.no/magasinet/2002/11/27/fischer2.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home