Sunday, January 02, 2005

Tölvukostur heimilisins "stórbættur"

Heimilistölva mín er nú komin til árana og þegar ég var í fríi á Thailandi um daginn fór ég að skoða fartölvur sem myndu henta mér. Þær tölvur sem ég taldi mig hafa ráð á kostuðu minnst 35 þúsund Baht, sem mér reiknaðist til að myndi kosta 70 þúsund krónur, en þær voru víst ekki nógu góðar, að sögn kunnáttumanns sem ég treysti á. Síðan fór ég að skoða notaðar ferðatölvur og keypti að lokum eina á fáein þúsund Baht. Hún er örfá hundruð mhz og með rétt um 200 mb í innra minni og harði diskurinn er einungis 4 Gígabæt, þannig að ég verslaði mér harðan utanáliggjandi disk (120 Gígabæt), sem og vebcameru og annað tölvudrasl. Núna er ég búinn að tengja tölvurnar saman heima og búa til lítið heimanet. Í ferðinni var ég einnig að skoða myndavélar, en lét það eiga sig að kaupa eina slíka. Narfi keypti sér súpermyndavél um daginn og leyfir mér vonadi að notast við gamla garminn eitthvað áfram. Vonandi eignast ég mína eigin eftir nokkra mánuði og get þá farið að setja inn alvöru myndir, sem eru teknar á góða vél. Annars lenti ég í tæknilegum örðuleikum með myndirnar sem ég tók í desember, en þær verða vonandi tilbúnar á morgun. Í kvöld kom til mín maður til að kíkja á Skype forritið, sem við erum báðir með og ég hafði beðið hann um að kíkja á stillinguna á því, sem og nokkur atriði sem ég þarf að laga. Hann heitir Arinbjörn Gunnarsson og er ættaður frá Ísafirði, en hefur búið hér í þéttbýlinu síðust ár, fyrir utan nokkra mánuði sem hann fór á æskuslóðirnar. Hann varð langt á undan sinni samtíð fyrir nokkrum árum þegar hann stofnaði fyrsta "internetcaffið" á Íslandi í Laugarneshverfinu. Í tölvuverinu hjá honum dvöldum við Jónas marga klukkutíma í viku og tefldum á ICC. Jónas var svo forfallinn að hann keypti sér sína eigin ofurtölvu í framhaldinu og þurfti ekki lengur að keyra niðrí Laugarnes til að tefla. Jónas fékk síðar viðurnefnið Tölvu-Jónas, vegna ofurtölvu sinnar, en seinna varð hann Einkunnarmeistarinn. Arinbjörn er annars þekktastur sem einn af okkar alsterkustu skákmönnum. M.a margfaldur skákmeistari í sinni heimabygð. Já, talandi um skák. Ég sá á SKAK.IS að það væru komin ný alþjóðleg stig Fide. Þegar ég fór að kíkja á íslenska linkinn sá ég að ég var kominn með 1975 stig, en var áður með 2149. Hvernig gat ég lækkað um tæplega 200 stig á að tapa einni skák fyrir Halla Baldurs. Ég fór síðan inná heimasíðu fide og sá að þetta var ekki rétt. Hef ekkert lækkað. Ætla samt að kanna málið betur.
"Helvítis tölvugarmurinn"

0 Comments:

Post a Comment

<< Home