Haraldur Baldursson kominn með spænskukennara
Haraldur Baldursson kíkti í heimsókn í kvöld með gullfallegi unnustu sinni sem er ættuð frá Dómeníkanska lýðveldinu. Hann hefur farið nokkrar ferðir til Karabískahafsins og eftir síðasta skákmót, bauð hann unnustu sinni til Íslands. Hann ætti að verða orðinn góður í spænskunni fljótlega. Haraldur vann mig einmitt glæsilega í Íslandsmóti skákfélaga á dögunum. Ég reyndi að afsaka tapið um daginn, þegar ég sagði frá því þegar ég þurfti að tefla hálfgerða hraðskák við hann til að ná að mæta á næturvakt. Halli er í feikna formi í skákinni þessa dagana. Hann tók þátt í móti, sem var haldið í Santa Domenika, en kom svo heim með stóra vinninginn úr ferðinni.
Halli Baldurs og frú
Halli Baldurs og frú
<< Home