Ef ég væri ríkur þá væri ég kanski...
Margir furða sig kanski á því hvernig ég hafi efni á því að fara til Thailands tvisvar á ári, en vera samt allveg hrikalega blankur. Það er vegna frímiðana, sem okkur buðust, vegna þess að Deng er hótelfreyja á Flugleiðahóteli. Við dvöldum einungis eina nótt á hóteli, en allar hinar í heimahúsi í N-Thailandi. Heima vissi ég að biðu reikningar svo sem eins og ógreidd fasteignagjöld, RÚV reikningur og þung greiðslubirgði. Í fyrri ferðum hefur maður eitt nokkrum dögum í Bangkok og hinni alræmdu Patthaya strönd. Einnig var skroppið yfir til Laosar, en núna varð maður að sleppa þessu öllu. Efst á óskalistanum var að skreppa til Phuketeyjunnar sem var annáluð fyrir náttúrufegurð. Þetta er í eina skiptið sem fátæktinn hefur bjargað lífi mínu. Margir vinnufélagar og ættingjar mínir töldu mig af og eflaust hefðu margir verið verið feignir að losna við mig. Það er líka ljóst að ég hefði hefði verið staddur á ströndinni þennan dag, ef og hefði. Þessar myndir sem ég rakst á sýnir hversu skelfilegar þessar náttúruhamfarir voru.
Skelfilegar myndir1
Skelfilegar myndir2
Skelfilegar myndir1
Skelfilegar myndir2
<< Home