Monday, January 10, 2005

Ólympískar lyftingar

Ég komst ekki til að kíkja á heiljarátök dagsins í Stevegym, því ég þurfti að heimsækja afa minn á spítala. Mér skilst að Skaga-Kobbi hafi tekið 240 kg í bekkpressu, sem mig grunar að sé húsmet. Þegar ég kom á LSP við Hringbraut, frétti ég að það væri búið að útskrifa afa minn aftur á Landakot. Það eru alla vegana jákvæðar fréttir og vonandi á allt eftir að ganga vel, en hann er nú orðinn 91. árs gamall. Á heimleiðinni ákvað ég að skella mér í mat til mömmu. Hún er flutt í nýtt viðhaldsfrítt húsnæði við Sigtún, en ég man ekki hvað gatan heitir. Húsnæðið kostaði heilan helling af kúlum og það hefði verið hægt að finna 90 fm íbúð á sama verði og þessi kostaði, en hún er rétt um 60 fm. Sjálfur hefði ég valið fermetrana á kostnað gæðana. Móðir mín var ekki heima, en einugis hundrað metra frá heimili móður mínar sá ég ljóstíru, sem kom frá lyftingaherbergi Ármanns. Ég rölti yfir því ég hafði ekki séð ljós þarna svo árum skiptir. Sjálfur hef ég oft æft þarna í gegnum árin og ég bjóst við að hitta í húsinu minn gamla félaga lögreglufulltrúann og húsvörðinn Hall Erlingsson. Þegar ég mætti inn í herbergið var þarna hópur ungra manna á öllum aldri að snara, jafnhatta og taka beygju. Gamli bekkpressubekkurinn var horfinn. Enginn af ungu mönnunum kannaðist við Hall, þótt ég hafi rekist á hann í Ármannsheimilinu fyrir nokkrum árum, en þá var hann orðinn húsvörður tímabundið. Mér leist svakalega vel á aðstöðuna. Mikið var komið af lóðum, en eins og menn vita er herbergið frekar lítið. Ég sá ekki betur, en þarna voru komnir mjög efnilegir og áhugasamir menn. Ég sem hélt að lyftingarnar væru að deyja út. Það kom síða í ljós að nokkrir voru miklir aðdáendur Stevegymvefsins og báru kennsl á mig. Sjálfur æfði ég ólympískar lyftingar um nokkra mánaða skeið og keppti nokkrum sinnum. Stærsta mótið var tvímælalaust Íslandsmótið á Akureyri 1988 minnir mig að það hafi verið. Í Ármannsheimilinu æfa m.a Gísli fyrrum vaxtarræktamaður, sem mér skilst að sé nú sterkastur lyftingamanna nú um stundir. Einnig var mér sagt að minn gamli æfingafélagi Sólmundur Helgason væri væntanlegur á næstu dögum, sem og hinn frægi Steini Leifs, sem er sagður í góðu formi. Mér líst bara vel á þetta og ætla að prófa að æfa þarna, en bekkinn tek ég áfram í Stevegym. Svo er einn af þeim með bloggsíðu. Ármann Dan heitir hann og er líka hjá blogspot.com eins og ég. Annars er þetta mjög sniðugt þetta tk dæmi. Einhverstaðar í Dómeníkanska lýðveldinu eða í Karabískahafinu er hægt að fá ókeypis lén með endinguni tk (s.b hið fræga dopsalar.tk, sem nú er búið að loka). Kanna þetta betur. Kanski verð ég þá kominn með master.tk eftir nokkra daga, sem væri þá miklu þægilegra að muna!
"Lyftingablogg"
"Lyftingadeild Ármanns"


0 Comments:

Post a Comment

<< Home