Thursday, January 06, 2005

Næsta ferð

Næsta ferð verður vonandi til Spánar. Það hefur lengi verið draumurinn að reyna að komast aftur í Spænskuskóla eins og ég gerði árið 1999, þegar ég og Faaborg fórum til Barcelona. Leigðum þar íbúð í hjarta borgarinna á Römblunni sjálfri. Ef ég næ að halda vel á spilunum gæti þetta gengið upp á þessu ári. Fyrst þarf ég að losna við allveg fáránleg lán, sem er möguleiki á að endurfjármagna, þs lán sem ég er með hjá Spron. Annars ráðlegg ég ekki nokkrum manni að skipta við Spron, sérstaklega ekki nýbúum, því það er mikill rasismi í gangi. Ég nenni ekki að skrifa um það núna. Farið þið frekar með viðskipti ykkar í Íslandsbanka. Einu sinni fór ég í greiðslumat í Spron og þurfti þá helst að selja íbúð sem ég átti í Álftamýri. Ég náði ekki greiðslumati í Spron vegna íbúðar sem ég hafði gert tilboð í sem kostaði 5. millur, en fór nokkrum dögum seinna í greiðslumat í Íslandsbanka, en fékk uppáskrifað að ég mætti kaupa fyrir tæplega 8 millur. Þvílíkt rugl. Skiptið þið frekar við gamla Kolkrabbafyrirtækið Íslandsbanka. Krabbinn er hvort er eð dauður og var aldrei svo slæmur, eða er til nokkuð verri bankastofnun en Spron. Þar sitja feitir mafíósar eða hvernig orðaði Pétur Blöndal þetta aftur?
The image “http://www.photo.net/philg/digiphotos/200102-e10-barcelona/sagrada-familia-nativity-facade.half.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home