Tuesday, January 04, 2005

Saga kraftlyftinga

DV var með baksíðufrétt í dag, sem snérist um það að aldrei hefði saga kraftlyftinga á Íslandi verið rituð, nema greinagerð Ólafs Sigurgeirssonar um sögu kraftlyftinga. Það er hið besta mál að DV hafi ekki vitað um ritgerð mína, sem legið hefur falin á Þjóðarbókhlöðunni síðustu ár. Einnig var gefið í skyn að aldrei hafi verið rituð saga Jóns Páls, Magnúsar Vers og Hjalta Úrsusar. Ekkert var minnst á bók Ólafs Torfasonar um Jón Pál, sem var að mörgu leiti góð bók. Ég hef allavegana ekki heyrt annað. Bók Jóns Sólnes um Jón Pál er fágæt viðtalsbók með skemmtilegum myndum og commentum Jóns sjálfs. Annars fékk ég símtal um daginn frá fyrrverandi Evrópumethafa, sem hafði rekist á ritgerð mína á bókasafninu. Ég gaf honum leyfi til að ljósrita "bókina". Hann var að mér skilst bara nokkuð ánægður með hana og sendi mér tölvupóst með nokkrum sögum, sem myndu sóma sér vel í endanlegri vandaðri bók um sögu kraftlyfingana á Íslandi. Að sjálfsögðu er margt í ritinu, sem ég hefði viljað getað gert mun betur. Einnig má finna einhverjar rangfærslur, en ég held samt að það sem ég skrifaði eigi vel heima í slíkri bók auk annáls Ólafs. Síðan væri kannski hægt að bæta við köflum þar sem saga hvers afreksmanns væri rakin fyrir sig, auk viðtala, mótstaflna, metalista og fágætra mynda. Sjálfur hefði ég viljað hafa fleirri munnlegar heimildir í minni ritgerð. Auk þeirra sem ég tók viðtöl við, hefði ég átt að tala við Guðmund Sigurðsson, Óskar Sigurpálsson, Arthur Bogason, Ólafs fógeta, svo fáeinir séu nefndir. Ef ég hefði haft meiri tíma, hefði ég gjarnan viljað ná í þá á sínum tíma. Ég fór ég gegnum hverja einustu grein sem skrifað hafði verið um kraftlyftingar og lyftingar fyrir árið 1999, auk þess sem ég fékk að stúdera stærsta úrklippusafn um kraftlyftingar, sem er í eigu Kára Elísonar. Mér var sagt að Guðmundur "Silver" Sigurðsson hafi fengið hluta úr ritgerð minni, en látið hana detta "ofurlétt" á gólfið, með þeim orðum að enginn gæti skrifað sögu lyftinga á Íslandi án þess að tala við hann. Skil hann að mörgu leyti vel, en reyndar fann ég fjölda viðtala við hann og fyrrnefnda menn, sem ég notaði þannig að ég var með fjölda tilvitna í hann og hina afreksmennina.
"SAGA KRAFTLYFTINGA-ANNÁLL"
The image “http://www.exrx.net/Store/HKImages/Powerlifting.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home