Wednesday, January 12, 2005

CHESS4CUBALIBRE

Hvers vegna í ósköpunum fékk ég mér þetta nafn á bloggsíðuna? Góð spurning og ef ég ætti að svara henni verð að að viðurkenna að ég var ekki að fara auðveldustu leiðina. Ég hafði áður notað þetta nafn sem dulnefni á internetinu í stærsta og vinsælasta skákklúbbi, sem þar er starfandi. Hitt nafnið sem ég hafði að mestu notað er boxbrjálæðingurinn Mike Tyson. Bæði nöfnin vöktu frekar blendin viðbrögð og fékk ég margt skítkastið út á Tyson nafnið, en það jákvæða var að ég eignaðist marga kunningja, sem vildu endilega spjalla um hnefaleika, en flestir af þeim voru Bandaríkjamenn. En einn Suður-Ameríkumaður varð hins vegar allveg brjálaður við mig frá upphafi útaf Kúbunafninu. Hann hét Bolivar og var frá Brazelíu. En afhverju var ég að velja svo óþjált nafn? CHE er náttúrulega frægi byltingaforinginn, sem var fæddur í Argentínu, starfaði á Kúbu, en dó í Bóleviu. CHESS er skák, sem sagt skák (eða CHE) fyrir frjálsa Kúbu, eða ölluheldur fyrir hinn ljúffenga rommdrykk CUBALIBRE, sem ég drakk oft útá Kúbu í denn, ef ég var þá ekki að þamba Mojitos yfir góðri Salza tónlist. Annars ætlaði ég auðvitað aldrei að nota þetta nafn á bloggsíðuna, því þetta er auðvitað allt of langt. Byrjaði bara að fikta við bloggbull, þegar ég var að skoða bloggsíðu Jóa í Ómega. Síðan kom mér á óvart að margir hvöttu mig áfram í að halda áfram að bulla, sem gaf mér auka kraft í framhaldinu. En upphaflega var þetta bara fikt og nafnið í samræmi við það. Enginn virðist muna þessa slóð og varla ég sjálfur, en ég er íhaldsamur og á erfitt með að breyta einhverju. Ég er nefnilega ekkert hrifinn af nafnabreytingum. En stundum eiga þær rétt á sér, en ef td Stevegymvefurinn breytir um nafn, þá er það vandmeðfarið. Vefur sem fær svona margar heimsóknir ætti að getað meikað það, jafnvel farið að selja auglýsingar og ef til dæmis Jón Ásgeir eða Svavar í Muscletech leggi fram góðan pening í vefinn, þá ætti þeir að fá að ráða þessu. Eins og áður segir finnst mér allar nafnabreytingar varhugaverðar. Sjálfur myndi ég ekki vilja skipta um nafn, en ég sagði fyrir nokkrum árum að ef ég þyrfti að breyta um nafn, þá vildi ég heita Egill Skallagrímsson, eða jafnvel Egill Fálkason, en það hét einmitt landflótta norskur þjóðernissinni, sem flúði til Íslands og breytti um nafn. Einu sinni fyrir löngu var einn gaur sem Fáfnir hét að æfa í Brautarholti. Hann hafði einmitt arkað niðrá Hagstofu og breytti um nafn. Hvað hann hét áður veit ég ekki, eða til hvers hann var að þessu. Eiríkur Einarsson hélt einu sinni með stórliði Wimbeldon á Englandi. Þeir fengu sér Egil Drillo, sem eyðilagði liðið, urðu seinna gjaldþrota og breyttu um nafn og heita nú King Dong eitthvað og hrapa nú niður allar deildar í Englandi. Keflavík mun til dæmis alltaf í mínum huga heita Keflavík og þegar ég fer til Rússlands fer ég ekki til St. Petersburgar, heldur mun ég fara til Leningrad. En aftur að Chess4Cubalibre, því ég er búinn að leysa þetta vandamál að hluta. Ég er nefnilega kominn með lén sem er auðveldara að muna. Nú er hægt að fara á bloggsíðu mína með tvennum hætti.
"WWW.GUNNARFREYR.TK"
"http://chess4cubalibre.blogspot.com"
"http://www.dot.tk/"
EGILL SKALLAGRÍMSSON
The image “http://fc.silkeborg-gym.dk:4020/2y/Billeder/egill_skallagrimsson.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Ég kem hingað og les reglulega, svona 1-2 í viku,
hef mjög gaman að lesa þitt blogg.


Arthur Kleppari

4:54 PM  
Blogger Gunz said...

Sorry, storlid Wibledon heitir nu MK Dons eda Milton Keynes Dons. Sorry Eirikur!

7:35 AM  

Post a Comment

<< Home