Endurmenntun
Er þetta ekki það sem allt gengur út á í dag í hröðu þjóðfélagi. Fólk þarf sífellt að vera rifja upp eða læra eitthvað nýtt. Ég heyrði viðtal um daginn við forstöðumann Endurmenntunarstofnunar Háskólans, þar sem viðkomandi lýsti einmitt þeim breytingum sem orðið hafa í þjóðfélagi voru. Kennarar, tölufræðingar, læknar, bissnesmenn setjast nú á skólabekk til endurnýja fræðin. Sjálfur hef ég nú gert mér grein fyrir því að ég er að verða æviráðinn í heilbrigðisgeiranum. Lét því til leiðast í vetur og fór í félagsliða-brúna svökölluðu og verð hálfnaður í vor. Það er frekar frískandi að mæta þarna og þekkja alla og drekka gott kaffi, en nú fékk ég þá dillu að taka þrjá sjúkraliðakúrsa, vegna þess að hugsanlega þarf ég ekki að sækja tímana í félagsliðanum í vetur, því ég hef lokið þeim áföngum sem eru í boði. Annars á ég að vera í félagsliðanum alla mánudaga og miðvikudaga frá klukkan tvö til fimm á daginn, sem mér finnst góður tími. Sjúkraliðakúrsarnir eru tvo kvöld í viku á mánudögum frá átta til hálf ellefu og á þriðjudögum frá sex til klukkan tíu. Ég prófaði fyrsta tímann í gær, en hann var líffæra og lífeðlisfræði. Mér leið hálf skringlilega þarna í FB. Þekkti ekki neinn. Þarna voru um þrjátíu stúlkur og einungis einn annar karlmaður. Flestar voru stúlkurnar yngri en 25. ára, þótt nokrir ellismellir væru þarna á milli. Þegar ég labbaði um gangana sá ég margar myndir af útskrifarárgöngum sjúkraliða. Meðal annars sá ég mynd af árgangnum sem útskrifaðist árið 1998-9. Þar voru meðal annars Dagný Arnþórsdóttir, sem var að vinna með mér á D-12, Jóhann Wathne og Sæmundur Jón Hermannsson, sem einnig var að vinna á sama stað, en hann þekkja einhverjir gamlir lyftingamenn. Ég hefði þessvegna getið verið þarna á myndinni. Ég fór aldrei í sjúkraliðann á sama tíma og Jóhann, því ég bjóst aldrei við að ílengjast í greininni. Ég kláraði í staðinn BA prófið á tveim árum 1997-99 með vinnunni. Ég ætla að reyna að mæta sem minnst, enda búinn að fá mig fullsaddann af skólagöngu á langri ævi. Ef þetta verður ekki mitt ævistarf, þá verður þetta allavegana hlutastarf. Þá verð ég eins og Gummi enskukennari (pabbi Guðjóns leikara). Hann er einmitt að vinna 30-40% vinnu til að bæta upp kennaralaunin. Svo þegar ég verð útskrifaður sjúkraliði/félagsliði næsta vetur fer ég í geðhjúkrun til Skotlands. Eða er ég kannski orðinn endanlega ruglaður (lunatic).
0 Comments:
Post a Comment
<< Home