Friday, January 14, 2005

Gunnar Friðriksson 1913-2005

Því miður barst mér sú sorgarfrétt áðan að afi minn er fallinn frá, en hann náði sér því miður ekki af áfallinu sem hann fékk í síðustu viku, eins og við vonuðumst til. Aldur er afstæður og þótt hann hafi náð því að verða 91. árs, þá var hann svo sprækur að hann hljóp um á Cafe Paris fyrir síðustu jól. Það var ljóst í fyrradag í hvað stefndi, en við náðum að heimsækja í gærkvöldi og þá var mjög af honum dregið. Afi var mikill gæfumaður einkalífinu og var stálminnugur fram á síðustu stundu og æskustöðvarnar í Aðalvík voru honum alltaf mjög hugleiknar. Hann lifði allveg ótrúlega viðburðarríku lífi. Hann fæddist í litlu þorpi á Hornströndum. Hann er einungis 7. ára þegar hálfur tugur manna í hans litlu heimabygð fórust í sjóslysi, þar með taldir báðir bræður hans og margir nánustu frændur og vinir. Hann verður gjaldþrota 17. ára, þegar hann tekur til við að stunda útgerð. Hann vann sig útúr því og flytur bláfátækur í höfuðborgina og kemst fljótlega í góðar álnir. Fer að vinna við sölumennsku og síðar sjálfstætt. Hefur alla tíð mikinn áhuga á fólki, sem verðu til þess að kynnist fjölda manns. Afi lætur eftir sig fjögur börn og fjölda af barnabörnum og barnabarnabörnum.