Sunday, January 30, 2005

Jötnamót í bekkpressu

Ég kom aðeins of seint á sterkasta bekkpressumót sögunnar í gær, sem haldið var í Valsheimilinu. Ástæðan var auðvitað sú að ég var á næturvakt kvöldið áður og sofnaði ekki fyrr en að ganga ellefu. Svo þurfti ég líka að sækja myndavél í hinum enda bæjarins. Það eina sem ég taldi mig hafa misst af var lyfta Maríu, en hún náði að lyfta yfir hundrað kíló. Annars náði ég að horfa á þrjú holl af fjórum. Rosalega var gaman að sjá Ingvar Ingvarsson svona öflugan. Hann tók í raun mestu þyngd mótsins, þegar hann pressaði upp 290 kg, en fékk dæmt ógilt. Auðunn átti ágæti tilraun við 300 kg og verður ef til vill sá fyrsti til að taka "þristinn". Magnús Magnússon hefur alla burði til að verða sá alsterkasti, en til að svo verði þarf hann að stilla sig. Viðar Veiðihnífur var hins vegar maður mótsins, þegar hann á ótrúlegan hátt neitaði að keppa í löglegum keppnisfatnaði og það þurfti að boða til sérstaks dómarafundar um málið í miðju móti. Viðar lyfti síðan öllum þrem lyftunum, en fékk að sjálfsögðu ógilt. Ég tók fullt af myndum á mótinu, en hef ekki tíma fyrr en á morgun að setja þær inn. Myndir af mótinu má nálgast á heimasíðu Jóhannesar Eiríkssonar. Hann ætlar reyndar að hjálpa mér að setja linka á síðuna hér til hægri. Ég er svo mikill sveppur að ég get ekki fundið út úr því sjálfur.



Bekkpressa2005
Bekkpressa2005
Bekkpressa2005
Bekkpressa2005
Bekkpressa2005
Bekkpressa2005
Bekkpressa2005
Bekkpressa2005
framhald fljótlega
Myndir af bekkpressumótinu
Nánari úrslit á Stevegym.net


0 Comments:

Post a Comment

<< Home