Wednesday, January 19, 2005

Exeter-Man. Utd

Gaman var að horfa á utandeildarlið Exeter berjast eins og ljón gegn ofdekruðum atvinnumönnum Man Utd. Leikurinn hefði allveg eins getað endað á annan veg, en Man Utd náði að tryggja sigurinn á síðustu minútum leiksins, en fyrri leikurinn fór 0-0 á Old Traford! Ég þurfti að kíkja í uppáhaldsslúðurblað mitt, News of the world til að finna í hvað hvernig þeim gengur í utandeildinni (5. deildinni), en hún gengur undir nafninu Conference. Exeter er í 5. sæti í þeirri deild, en í neðri undandeildum (6.deild), sem eru í raun tvær Ryman League og Unibond League leika t.d Yeading, sem stóð sig frábærlega gegn Newcastle um daginn. Gleymum ekki að þetta eru strákar sem hafa nokkur þúsund krónur í laun fyrir að spila fótbolta, en vinna sem píparar, málarar, dyraverðir osf. Þeir spila gegn mönnum sem eru með nálægt 100.000 pund á viku. Já, ekki hundað þúsund krónur á viku, heldur 100.00 þúsund pund, eða 40 milljónir á mánuði. Þetta er komið útí algert rugl, því þetta eru bara venjulegir götustrákar, sem eru allt í einu farnir að synda í peningum, eins og Jóakim önd. Þessvegna er svo gaman að sjá að litlu áhugamennirnir geta velgt þeim "stóru" undir uggum. Annars leist mér vel á völlinn hjá Exeter þótt hann hafi litið út eins og kartöflugarður. Þeir höfðu þó fleirri stúkur, en þekkist í efstu deild hér á landi. Þegar leikurinn var búinn skipti ég yfir á RÚV og sá einhvern bókaþátt sem Þorsteinn Joð stjórnaði. Þar fá ýmsir góðborgarar að sýna sýnar uppáhaldsbækur, eða bækurnar á náttborðinu. Lárus Jóhannesson skákmaður og plötubúðaeigandi í 12 Tónum sýndi hróðugur þrjár bækur, mig minnir skáldsögu, tónlistabók og skákbók. Skákbókin var bók Mikaels Tal fyrrum heimsmeistara (Hvernig ég varð heimsmeistari), sem hann skrifaði um einvígi sitt við M. Botvinik árið 1961. Ég er sammála Lárusi, því ég féll fyrir þessari bók á sínum tíma. Frábærlega skrifuð, leiftrandi sóknarskákir, frábær þýðing Braga Halldórssonar og stórglæsileg kápa. Þetta var líka ein af mínum fyrstu skákbókum. Þetta minnti mig reyndar á að ég lánaði Lárusi skákbók um annan heimsmeistara árið 1980. Þetta var bókin um Tigran Petrosjan, sem var fyrsta skákbókin sem ég keypti, en ég keypti tvær skákbækur í verslun sem Jóhann Þórir ritstjóri Skákar rak vestur í bæ fyrir löngu. Ég vil fara að fá þessa bók aftur. Nú eru komin 25. ár síðan ég láði honum bókina. Ég veit að hann fer vel með bækur, þannig að hún skipar örugglega heiðursess á heimili hans. Kanski fæ ég bókina á þessari öld hver veit. Ég gleymi alltaf að rukka hann um hana þegar ég sé hann. Ég get líka horft í eigin barm. Maður er ekki alltaf sá fljótasti að skila hlutum. Stundum gleymist eitthvað og árin líða. Til dæmis eins og myndavélin sem ég er ennþá með í láni hjá Narfa bróður. Hann keypti sér öfluga Nikon vél um daginn, sem kostaði góð mánaðarlaun verkamanns, með yfirvinnu. Ég held því ennþá gömlu vélinni og smellti af nokkrum myndum í Stevegym á mánudaginn. Það eru nokkrar ungar glæsilegar stúlkur farnar að æfa þarna og svo var mættur enginn annar en Ingvar Ringo, sem tók hvorki meira né minna en 280 kg í bekkpressu síðar í vikuni.



Lárus Miðlari
Jarlinn
Jonni og veiðibjallan
Jonni og veiðibjallan
Nikon
Kolaportið
Stevegym
Stevegym
Stevegym
Stevegym
Stevegym
Stevegym





0 Comments:

Post a Comment

<< Home