Friday, February 11, 2005

Drekktu aðeins betur

Við Faaborgmeistarinn mæltum okkur mót niðri bæ á Suffistanum í dag, en hugmyndin var að halda á Grandið til að keppa í hinni alræmdu spurningakeppni "DREKKTU BETUR". Fórum fyrst uppí Kringlu, þar sem við hittum Tómas Björnsson skákmeistara af tilviljun. Hann hafði ótrúlegt en satt hringt í mig fimm mínútum áður og spurt mig hvort ég væri laus í keppnina. Við urðum síðan samferða allir þrír niðrí bæ, en Faaborg ákvað síðan skyndilega að sleppa því að vera með, því hann varð að undirbúa kórskemmtun með félögum sínum seinna um kvöldið. Við Tommi gerðum engar rósir í keppninni, en við fengum þó bjórspurninguna rétta. Hún var frekar auðveld, en spurt var um nafnið á fyrrum konu Nelsons Mandela en hún heitir Winnie, þótt við skrifuðum nafnið Winny. Skipti ekki nokkru máli. Síðustu helgi fékk ég líka bjórspurninguna rétta. Þá var ég með Hjalta Sigurjónssyni í liði og spurt var um leikhúsmann í Bandaríkjunum á fjórða áratugnum, sem hafði starfað í leikhópi sem kallaði sig Mercury leikhópurinn. Ég giskaði á eina leikhúsmanninn sem mér datt í hug, Orson Wells og hafði leikgerðina um innrásina frá Mars í huga. Þemað í kvöld var hins vegar sérstakar kvennaspurningar, enda var spyrillinn kvennkennari úr Ármúlaskóla. Spurt var m.a: Hvenær hófst kvennahlaupið? Hvað hét uppáhaldsdóttir Mohammeds spámanns? Hvað hét dóttir Egils Skallagrímssonar, osf. Þarna var reyndar mætt móðir Faaborgs, Vilborg kennari við sama skóla. Hún stóð sig með ágætum, en hennar lið fékk 15. rétta, en sigur liðið fékk 20. rétta. Við Tommi fengum hinsvegar mun minna, en við höfðum þó tvo bjóra uppúr krafsinu. Eitthvað fór Tommi frjálslega með reglurnar, því við enduðum með fjóra bjóra. Síðan tókum við nokkra skákir, en ég skildi við Tomma þar sem hann var byrjaður að tefla við gesti uppá bjór. Hann getur yfirleitt haldið sér uppi heilu kvöldin með því að "gambla", en hann er sá harðasti í þeim leik, hugsanlega að Róberti Harðarsyni undanskyldum. Tommi er greinilega nýsprunginn á bindindinu sem hann var búinn að vera í. Já, allt mér að kenna!

1 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Meira bjór-kráar-ruglið á þér Master sæll...

12:23 AM  

Post a Comment

<< Home