Jappland og heimsins mesti morðingi
Þessi helvítis Japanir eru allveg óþolandi. Afsakið, ég ætti kannski að segja japönsk stjórnvöld. Að halda Bobby Fischer svona lengi nær ekki nokkurri átt. Núna í þessum töluðu orðum skilst mér að Sæmi Rokk, Einar S. Einarsson og Páll Magnússon auk nokkurra í viðbót séu að leggja af stað til Japans til að leysa karlinn úr haldi. Ekki er mikill von um að hann losni strax, enda fær Sæmi ekki vegabréfið góða, heldur verður það áfram ofaní einhverri skúffu einhvers íslensks möppudýrs vegna þess að íslensk stjórnvöld þora ekki að stíga skrefið til fulls, vegna hræðslu við japönsk stjórnvöld og væntanlega hræðslu við Bandaríkjamenn líka. Þannig að mér heyrðist á Sæma Rokk á Talstöðinni áðan, að hann gerði sér ekki miklar vonir með þessa ferð, en hann vildi ekki hætta við ferðina Fischers vegna. Sjálfur styð ég Fischer-hópinn af mannúðarástæðum. Fischer er hluti af íslenskri sögu og hann er að mínu áliti við dauðans mörk og bandarísk stjórnvöld hafa komið mjög illa fram við hann síðasta áratug. Hann hefur verið hundeltur, eigur hans í Bandaríkjunum eyðlagðar og hann gat ekki kvatt sína nánustu systur sína og móður þegar þær féllu frá. Helst hefði ég viljað að Ísland væri athvarf fyrir alla sem bandarísk stjórnvöld hafa svívirt, en þeir eru reyndar svo margir að allur heimurinn þyrfti að sameinast um aðstoð við þá. Hvernig væri að gera eitthvað í málefnum saklausra fanga í Guantanamo eða alla þá sem Terrosristi númer eitt hefur ekki náð að drepa. Fíflið sem stendur fyrir því að Bandaríkjamenn einir fárra þjóða láta dæma "glæpamenn" undir lögaldri til dauða. Hann hefur átt beinan þátt í dauða á þriðja hundruð þúsunda manna. ÞETTA ER HRYÐJUVERKAMAÐUR NÚMER EITT Í HEIMINUM.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home