Ekki í mínu nafni
Jú, það eru allir orðnir leiðir á þessu Íraksmáli. En nú eru að verða tvö ár frá innrásinni í Írak og umræðan hér heima náði hámarki nú fyrir nokkrum dögum, þegar Halldór Ásgrimsson neiddist til að gera örlítið hreint fyrir sínum dyrum. Ég hef nú reyndar sagt þetta hér áður, en ég tók þátt í síðustu mótmælunum um Íraksstríðið rétt fyrir kosningarnar árið 2003 og þar sá ég engan stjórnarandstöðuþingmann, sem nú löngu seinna tala um lögbrot og einræðistilburði. En kosningabaráttan 2003 kom ekkert inná þessi mál, enda gekk allt svo vel í hernaðarbröltinu fyrstu vikurnar í stríðinu. Ég tel nú næstum augljóst að Bandaríkjamenn munu á næstu mánuðum huga að því að ráðast á Íran. Íranir eru jú að ala upp þessa hryðjuverkamenn shíta og eru að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Þá vill ég að Halldór og Davíð veiti þá Bushstjórninni þann pólitíska stuðning sem þarf til að vernda okkur gegn þessum hryðjuverkamönnum. Sagði ekki íslenska herstúlkan í Írak við Jón Ársæl að hún væri í þessu stríðsbrölti til að verja börnin sín fyrir hryðjuverkaógninni, en hún gat auðvitað ekki borið fyrir sig föðurlandsást, enda Íslendingur í húð og hár. Menn verða að átta sig á því að við erum kanamellur og eigum að vera stoltir af því sagði Halldór Faaborg við Baldur Hermannsson Natosinna um daginn. Baldri fannst þetta allveg bráðsniðugt, en í þessum orðum felst einmitt mikil speki. Lífið er skák og við við erum hluti af liði. Við erum hvítu mennirnir og óvinir okkar eru svörtu mennirnir. Ísland er reitur sem ber að valda, allveg eins og í skákinni, en Bandaríkjamennirnir vinir okkar hafa ákveðið að valda ekki okkar reit heldur láta hann standa auðan. En Dabbi og Dóri eiga vonandi eftir að grátbiðja Bush gengið um að fara ekki með þoturnar góðu, þeir mega ekki gleyma stuðningi okkar við stríðið var gert eingöngu vegna atvinnuástandsins á Suðurnesjum. Annars sá ég óhugnarlega raunsanna mynd í gær um Hamborgarhópinn margfræga, en það voru þeir arabar sem bjuggu í Hamborg og aðragandan að þeim heilaþvotti sem stundaður var áður en þeir framkvæmdu hryðjuverkin 11. september.
Ég er einmitt hræddur um að það sé verið að búa til svona hryðjuverkamenn á hverjum degi í miðausturlöndum með þessu vonlausa stríðbrölti. Að halda það að hægt sé að troða vestrænu frelsi og lýðræði upp á þjóðir sem vesturlönd hafa mergsogið alla síðustu öld gengur ekki upp. Myndin í gær var alla vegana mjög áhrifarík og óhugnarlegt að sjá hvernig þessir menn geta skipulagt glæpi sína í vestrænum borgum. Rót vandans kom augljóslega fram í myndinni. Hún liggur í Palestínumálinu og gjörspilltri konungssjórn í Saudi Arabíu. Ráðumst á meinið það sem það er mest, en ekki elta uppi einhverja einræðisherra eins og Saddam. Saddam hefði getað gert það sama og Gaddafi, vingast við skrímslið og losnað við innrásina.
Ég er einmitt hræddur um að það sé verið að búa til svona hryðjuverkamenn á hverjum degi í miðausturlöndum með þessu vonlausa stríðbrölti. Að halda það að hægt sé að troða vestrænu frelsi og lýðræði upp á þjóðir sem vesturlönd hafa mergsogið alla síðustu öld gengur ekki upp. Myndin í gær var alla vegana mjög áhrifarík og óhugnarlegt að sjá hvernig þessir menn geta skipulagt glæpi sína í vestrænum borgum. Rót vandans kom augljóslega fram í myndinni. Hún liggur í Palestínumálinu og gjörspilltri konungssjórn í Saudi Arabíu. Ráðumst á meinið það sem það er mest, en ekki elta uppi einhverja einræðisherra eins og Saddam. Saddam hefði getað gert það sama og Gaddafi, vingast við skrímslið og losnað við innrásina.
0 Comments:
Post a Comment
<< Home