Wednesday, March 16, 2005

SÆMI ROKKAR

Ef maður á að trúa þessum misvísandi fréttum frá Japan, þá er það eina sem getur bjargað lífi Bobbys Fischers er að hann fái íslenskan ríkisborgararétt. Manni er gjörsamlega ofboðið þessi meðferð á skáksnillingnum. Mannréttindi eru allveg klárlega brotin á honum og meir að segja Dabbi Odds sér að við svo búið má ekki una, þótt í hlut eiga "vinir" okkar Japanir og Kanar. Fischer er hluti af íslenskri sögu (og auðvitað skáksögu) og því á hann sér marga stuðningsmenn hér á landi. Ég hef ekki nokkra trú að hann hangi lengi hérna á skerinu, ef hann fær leyfi til að koma. Hann mun fara mjög fljótlega til Evrópu á flakk og hann mun allveg örugglega lenda uppá kant við sinn gamla vin Sæma fljótlega, þannig að þessir forustumenn íslenskrar skákhreyfingar sem sagðir eru hafa áhyggjur af komu hans geta bara andað rólega. Mig grunar hverjir þeir eru en vill ekki nafngreina þá. Jæja, en við björgum vonandi lífi þessa mikla snillings. En þessir helvítis Japanair. Maður á ekki að alhæfa, en þeir eru sennilega með grimmustu svínum jarðarinnar. Hvað hefur maður ekki hlustað á mörg viðtöl við fórnarlömb þeirra. Konur sem þeir raðnauðguðu í stríðinu. Það sem Sæmi hefði átta að gera í Japan til að bræða Japani (ef það er þá hægt) er að hann hefði átt að dansa fyrir þá á blaðamannafundunum, allveg eins og hann gerði forðum þegar leysa átti upp partý vestur í bæ. Sæmi hafði komið á lögregluvaktinni í allveg geðveikt samkvæmi sem leysa átti upp. Sæmi greip til neyðarúræðis. Hann stökk uppá borð og fer að dansa af miklum móð. Skyndilega rennur víman af partýgestum og allt fellur í dúnalogn. Þetta hefði Sæmi átt að reyna á þessa helvítis Japani.
The image “http://www.mbl.is/mm/myndasafn/img/102/400x400/Tonlist16.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home