Friday, March 25, 2005

Jón Ásgeir

Þetta var mjög svo mögnuð móttaka í gær, þegar aldni meistarinn kom "heim" í einkaþotu sem talið var að Jón Ásgeir og Baugsveldið hafi borgað undir. Sjónvarpstöðvarnar báðar tóku þátt í ævintýrinu og þar hafði Stöð 2 mikið forskot, skiljanlega þar sem Páll Magnússon og Jón Ásgeir virðast vera lykilmenn í dæminu. Þetta er allveg frábært, því hingað hafa komið, þjóðhöfðingjar stærstu ríkja heims, frægustu poppstjörnur (MacCartney, Jagger), bestu skákmenn heims (Karpov, Kasparov) osf, en enginn hefur fengið eins hlýjar móttöku eins og nýji Íslendingurinn. Það væri helst hægt að lýkja þessu við Keikóævintýrið á sínum tíma, en ég fylgdist með þeirri útsendingu í beinni, eins og hálf þjóðin. Faaborgmeistaranum finnst líklegt að ný og óvænt samvinna Baugsveldisins og Davíðs Oddssonar sé að renna upp, en ég er ekki svo viss. Ég tel frekar að Baugsveldið sé að stríða æðstu ráðamönnum og spennandi tímar séu frammundan í "Fischermálinu" sem er langt í frá lokið. Kannski tekst auðkýfingnum að draga Bobby að skákborðinu, eins og gerðist 1992, þegar serbneskur fjármálamaður keypti Fischer að skákborðinu. Ég gæti allveg séð fyrir mér sýningareinvígi í Fischer-Random milli Bobbys og segjum (IM) Stefáns Kristjánssonar. Svo er það sú ranghugmynd hjá mörgum að islenskir skattborgarar hafi og þurfi að borga fyrir Fischer og af þeim sökum hef ég heyrt margar neikvæðar raddir um björgun Fischers. Það verður ekki svo og hann mun örugglega ekki fara á stórmeistaralaunin svokölluðu. Þau þyggja (að mér skilst) aðeins þrír stórmeistarar af tíu. Það eru þeir Hannes Hlífar Stefánsson, Helgi Áss og Þröstur Þórhallsson. (Veit ekki um um hin nýja stórmeistaran okkar, hina tékknesku Lenku) Ég er ekki einu sinni viss um Helgi Áss og Þröstur eigi þau skilið. Helgi hefur verið í laganámi og Þröstur í fasteignabraski. Meira að segja Hannes hefur ekki skilað skákkennslu hjá Skákskólanum, sem er sagt eitt af skilyrðunum fyrir laununum.
The image “http://images.amazon.com/images/P/6305910340.01.LZZZZZZZ.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home