Friday, April 01, 2005

Til Bogota

Ég datt heldur betur í lukkupottinn því ég er að fara í spænskunám í nokkra daga til Kólumbíu, eða réttasagt Bogota höfuðborg Kólumbíu (Colombía). Þeir sem þekkja mig vita að ég hef haft mikinn áhuga að læra meira í spænsku, enda get ég bara rétt stautað mig áfram í því máli. Einnig hef ég haft sjúklega áhuga á löndum suður og mið ameríku og nú gefst mér frábært tækifæri á að slá tvær flugur í einu höggi, að læra spænsku og að ferðast um suður-ameríku, því nú hefur don Quijote málaskólinn (sá sami og ég lærði í suður í Barcelonu) og ferðamálaráð Kólumbíu ákveðið að styrkja áhugasama vesturlandabúa í að koma yfir og rétta af ímynd landsins. Ég fæ flug og uppihald frítt og mun tvelja í náminu tíu daga. Ég verð kominn til London fyrir hádegi og verð lentur í Bogota seint í kvöld. Ég mun fara í þessa ferð einn og hef fengið leyfi hjá konunni. Mun að mestu halda mig á skólalóðinni, því þetta er ekki hættulaus borg, því árið 2004 voru bara 2193 myrtir í borginni, en 3774 voru myrtir árið áður. Síðustu 25 árin hafa 120 dómarar verið drepnir, en flestir vegna Paoulo Escobars sem er í guðatölu hjá almenningi, vegna þess að hann dreifði peningum í borginni meðan hann lifði. Meðal annars borgaði hann um 7000$ fyrir hvert morð á heiðarlegum lögreglumanni. En nú á sem sagt að bæta ímynd landsins og höfuðborgarinnar. Ég fann þetta í gegnum Elmundo.es og hafði samband við Kólumbíska ræðismanninn á Íslandi, sem staðfesti þetta. Ég þarf aðeins að breyta þrem vöktum og missi ekkert úr skólunum sem ég er í því það er meira en hálfur mánuður í prófin. Ég mun örugglega blogga eitthvað skemmtilegt úti.
Hasta pronto eða á ég kannski að segja
HASTA NUNCA
Kveðja Gunni Escobar
1. apríl 2005
The image “http://www.informationwar.org/wars%20gallery/bogota-colombia_25march2003.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Paulo Escobar ? Er það ekki Pablo Escobar?

4:13 AM  
Anonymous Anonymous said...

Jú Paplo Escobar, þetta eiga allir að vita.

5:16 AM  

Post a Comment

<< Home