Benedikt tók 410 kg
Ég fór á létta æfingu í Stevegym, en þegar ég var þangað kominn sagði einn hlauparinn að foringinn væri í Gym80, vegna þess að Benni ætlaði að taka 410 kg í réttstöðu. Ég hringdi í foringjann, sem sagði að Benni hefði verið að taka 370 létt og ætlaði næst í 410 kg! Ég ákvað að láta Steve njóta vafans og brunaði upp í gymmið á fimm mínútum og rétt náði afrekinu á mynd. Benni var í miklum fíling og tók myndana af hinum ungverska Tibor af veggnum og henti ofaní tösku, en Tibor þessi á núvverandi heimsmet IPF, 408 kg. Því miður var ég ekki með alvöru græjur, en vona samt að þetta sleppi.
Myndband /410 kg


Gym80
Gym80
Myndband /410 kg
Gym80
Gym80
0 Comments:
Post a Comment
<< Home