Dópneysla er viðbjóður
Það er oft athyglisvert að kíkja ínn á tenglasíður, eins og tilveran.is, b2.is, forvitni.net. Kannski er geimur.is sú grófasta. Veit ekki hverjir standa á bak við hana, frekar en hinar síðurnar. Þessar myndir ætti að vera víti til varnaðar, en þær eru nú reyndar dottnar út. Annars er ég að skrifa greinagerð í starfsnáminu um vímuefnamisnotkun aldraða og velta fyrir sér spurningunni, hver sé munurinn á vímuefnamisnotkun aldraðra og annarra þjóðfélagshópa? Ég fór að setja mig í einhverjar frjálshyggjustellingar og fór að veltja fyrir mér félagsfræðihugtökum eins og mannréttindum, gildum og viðmiðum. Tel að menn meigi gera hvað sem þeir vilja, svo lengi sem þeir skaði ekki annað fólk. Hvað er misnotkun? Er það misnotkun að drekka bjór í tíma og ótíma þegar maður er kominn á Hrafnistu? Ég hitta gamlan bréfskákmann á fótboltabar á síðasta ári. Hann var nokkuð sáttur við að vera kominn á elliheimili og sagði að það besta við Hrafnistu væri barinn á staðnum. Síðan lyfti hann glasinu og teigaði bjórinn í botn. Já, Burt með fíkniefnin. En bjórinn er samt alltaf góður.
1 Comments:
Það er misnotkun á bjór t.d. þegar félagi úr Steve Gym fer á barinn í stað þess að mæta á æfingu..
Post a Comment
<< Home