Wednesday, April 06, 2005

Miðnæturdeddarinn

Ég fór á Byrjenda og lámarksmótið í kraftlyftingum um síðustu helgi, reyndar ekki sem áhorfandi heldur dómari. Já, ég nældi mér í dómararéttindi í greininni fyrir einhverjum misserum, en hef ekki notað það neitt af viti, en svo sem ágætt að halda við réttindum. Nokkrir gerðu ógilt, en held samt að við dómararnir höfum verið samkvæmir sjálfum okkur. María úr Stevegym var yfirdómari og fórst henni það vel úr hendi. Þeir voru mjög efnilegir, þeir Heiðar, Úlfur og Ólafur. Hin nýja Jóhanna var flott, en okkar maður Miðnæturdeddarinn stóð sig með prýði í deddi, reyndi við 260 kg, sem var þyngsta deddið á mótinu. Okkar maður nálgast nú miðnæturdeddþyngdina, sem hann tók hjá Steve. Áfram Grjóni


2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Setja mynd af Miðnæturdeddaranum í deddin!

8:10 AM  
Blogger Gunz said...

Finn enga mynd af Miðnæturdeddaranum í deddi, en fann tvær gamlar á góðri stund. Miðnæturdedarinn tók 300 kg á 10. glasi í Stevegym í skjóli nætur á sínum tíma. Margar sögur fóru af þeirri lyftu, en sagt var að Steve hafi lyft með litla putta undir stöngina. Hver veit?

12:12 PM  

Post a Comment

<< Home