Saturday, April 02, 2005

1. APRÍL

Jú, ég ákvað að bregða á leik og koma með fúlt apríl gabb, eftir að hafa lesið tímaritið National Geographic á IÐU þann 31 mars. Þar var grein um borgina Medellin í Kólumbíu, borg PABLO EMELIO ESCOBAR GAVIRIA hét hann, áður en herinn sallaði hann niður. Ég fór reyndar rangt með nafn hans. Borgin Medellin er talin vera hættulegasta borg heims, jafnvel hættulegri en Bagdad, Kabúl, Beirút eða bara allar til samans! Þetta heppnaðist svona og svona. Reyndar ruglaðist ég sjálfur því auðvitað var ég að skrifa um Medellin, en ekki Bogota, sem er höfuðborgin. Svo hringdi Jónas Spari og vakti mig 1. apríl. Jú hann vildi endilega draga mig uppí Smáralind og tefla fjöltefli við Fischer. Ég benti honum á að það væri 1. apríl. Hefði kannski ekki átt að gera það. HEE

The image “http://www.usdoj.gov/dea/pubs/history/83-2.gif” cannot be displayed, because it contains errors.