Monday, February 28, 2005

Vanfílingur og veisluhöld í LLOYD skóm

Jæja, ég er víst búinn að vera með snert af ritstíflu að undanförnu og átt erfitt með að blogga eitthvað af viti. Það kemur til vegna margra ástæðna og vonandi teljast þær góðar og gildar. Í fyrsta lagi hef ég verið að ná mér í réttindi með því að sækja nokkra kúrsa í sjúkraliðanum og félagsliðabrúnni svokölluðu. Í annan stað hef ég verið að breyta íbúð minni, en vill að svo komnu máli ekki tjá mig um þá aðgerð hér og nú. Í þriðja lagi hef ég tekið hverja einustu aukavakt sem mér hefur borist til að halda uppá kauphækunina sem ég hef verið að hala inn og að síðustu fór ég í svaðilför austur til Þorlákshafnar til að heimsækja Gumma íbúðargreifa og fjölskyldu, sem hafa komið sér vel fyrir í sveitinni. Viti menn, við lögðum af stað í þynkunni á þarsíðasta sunnudag, en Deng hafði átt stórafmæli kvöldið áður. (sjá myndir) Ég klæddi mig upp, fór í sparifötin og klæddi mig í Lloyd lakkskóna mína sem ég geri nánast aldrei nema að mikið standi til. En ég gleymdi allveg að athuga veðurspána. Þegar við nálguðumst þrenglin var komið dýrvitlaust veður og á endanum blotnaði bíldruslan svo upp að hann drap á sér, en sem betur fór þá vorum við komin í útjaður bæjarins, en ég neyddist samt til að fara út í hríðina og ýta drusslunni í öruggt skjól, en það var ekki auðvellt á lakkskónum. Mér skilst að fleirri hafi lent í vandræðum þennan sama dag, því Rúnar Berg MP-Fjárfestingabanka keyri útaf með fullan bíl af rússneskum mafíósum á Suðurlandsvegi, en enginn mannskaði hlaust af. Heimsóknin var ágæt en þessi bilun setti mig í algert óstuð, en ég neyddist til að skilja bílinn eftir austur frá og Gummi var svo góðhjartaður að skutla okkur aftur í bæinn um kvöldið. Sem betur fer var Gummi mér innan handar að finna góðan bifvélavirkja sem lagaði bíldrusluna. Reikninurinn náði rúmlega 20.000 kr, og ég var því miður bíllaus í viku tíma. Vel sloppið það, en ég er samt rétt að jafna mig núna. Er núna í bullandi próflestri, en gaf mér þó tíma til að hitta pípulagningamanninn og heimsmeistarann Guðna Sigurjónsson í vikunni, en meðan hann skoðaði pípurnar heima, tók ég við hann stutt viðtal fyrir Stevegymvefinn, sem ég næ vonandi að ganga frá fyrir helgi. Á laugardagskvöld skrapp ég frá rúmlega klukkutíma af aukakvöldvakt til að kíkja í afmæli til Höllu frænku, en hún er orðin 80 ára. Veislan var haldin í millagtunni í Laugarásnum heim hjá frænku minni Helgu Þórarinsdóttur víóluleikara. Ég var auðvitað búinn að steingleyma þessu afmæli og bókað mig á aukavakt og missti því af öllu búsinu, en náði þó að drekka þrjú léttvínsglös (vona að enginn hafi fattað þetta á deildinni). Sama gerðist með tannlæknatímann. Gleymdi honum líka. Ég er sennilega kominn með Alzheimer á slæmu stigi.







Helgin
Helgin
Helgin
Helgin
Helgin
Helgin
Helgin
Helgin
Helgin
Helgin
Helgin
Helgin
Helgin

Friday, February 25, 2005

Jappland og heimsins mesti morðingi

Þessi helvítis Japanir eru allveg óþolandi. Afsakið, ég ætti kannski að segja japönsk stjórnvöld. Að halda Bobby Fischer svona lengi nær ekki nokkurri átt. Núna í þessum töluðu orðum skilst mér að Sæmi Rokk, Einar S. Einarsson og Páll Magnússon auk nokkurra í viðbót séu að leggja af stað til Japans til að leysa karlinn úr haldi. Ekki er mikill von um að hann losni strax, enda fær Sæmi ekki vegabréfið góða, heldur verður það áfram ofaní einhverri skúffu einhvers íslensks möppudýrs vegna þess að íslensk stjórnvöld þora ekki að stíga skrefið til fulls, vegna hræðslu við japönsk stjórnvöld og væntanlega hræðslu við Bandaríkjamenn líka. Þannig að mér heyrðist á Sæma Rokk á Talstöðinni áðan, að hann gerði sér ekki miklar vonir með þessa ferð, en hann vildi ekki hætta við ferðina Fischers vegna. Sjálfur styð ég Fischer-hópinn af mannúðarástæðum. Fischer er hluti af íslenskri sögu og hann er að mínu áliti við dauðans mörk og bandarísk stjórnvöld hafa komið mjög illa fram við hann síðasta áratug. Hann hefur verið hundeltur, eigur hans í Bandaríkjunum eyðlagðar og hann gat ekki kvatt sína nánustu systur sína og móður þegar þær féllu frá. Helst hefði ég viljað að Ísland væri athvarf fyrir alla sem bandarísk stjórnvöld hafa svívirt, en þeir eru reyndar svo margir að allur heimurinn þyrfti að sameinast um aðstoð við þá. Hvernig væri að gera eitthvað í málefnum saklausra fanga í Guantanamo eða alla þá sem Terrosristi númer eitt hefur ekki náð að drepa. Fíflið sem stendur fyrir því að Bandaríkjamenn einir fárra þjóða láta dæma "glæpamenn" undir lögaldri til dauða. Hann hefur átt beinan þátt í dauða á þriðja hundruð þúsunda manna. ÞETTA ER HRYÐJUVERKAMAÐUR NÚMER EITT Í HEIMINUM.
The image “http://recollectionbooks.com/bleed/images/humor/binbush.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

Monday, February 21, 2005

Ekki í mínu nafni

Jú, það eru allir orðnir leiðir á þessu Íraksmáli. En nú eru að verða tvö ár frá innrásinni í Írak og umræðan hér heima náði hámarki nú fyrir nokkrum dögum, þegar Halldór Ásgrimsson neiddist til að gera örlítið hreint fyrir sínum dyrum. Ég hef nú reyndar sagt þetta hér áður, en ég tók þátt í síðustu mótmælunum um Íraksstríðið rétt fyrir kosningarnar árið 2003 og þar sá ég engan stjórnarandstöðuþingmann, sem nú löngu seinna tala um lögbrot og einræðistilburði. En kosningabaráttan 2003 kom ekkert inná þessi mál, enda gekk allt svo vel í hernaðarbröltinu fyrstu vikurnar í stríðinu. Ég tel nú næstum augljóst að Bandaríkjamenn munu á næstu mánuðum huga að því að ráðast á Íran. Íranir eru jú að ala upp þessa hryðjuverkamenn shíta og eru að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Þá vill ég að Halldór og Davíð veiti þá Bushstjórninni þann pólitíska stuðning sem þarf til að vernda okkur gegn þessum hryðjuverkamönnum. Sagði ekki íslenska herstúlkan í Írak við Jón Ársæl að hún væri í þessu stríðsbrölti til að verja börnin sín fyrir hryðjuverkaógninni, en hún gat auðvitað ekki borið fyrir sig föðurlandsást, enda Íslendingur í húð og hár. Menn verða að átta sig á því að við erum kanamellur og eigum að vera stoltir af því sagði Halldór Faaborg við Baldur Hermannsson Natosinna um daginn. Baldri fannst þetta allveg bráðsniðugt, en í þessum orðum felst einmitt mikil speki. Lífið er skák og við við erum hluti af liði. Við erum hvítu mennirnir og óvinir okkar eru svörtu mennirnir. Ísland er reitur sem ber að valda, allveg eins og í skákinni, en Bandaríkjamennirnir vinir okkar hafa ákveðið að valda ekki okkar reit heldur láta hann standa auðan. En Dabbi og Dóri eiga vonandi eftir að grátbiðja Bush gengið um að fara ekki með þoturnar góðu, þeir mega ekki gleyma stuðningi okkar við stríðið var gert eingöngu vegna atvinnuástandsins á Suðurnesjum. Annars sá ég óhugnarlega raunsanna mynd í gær um Hamborgarhópinn margfræga, en það voru þeir arabar sem bjuggu í Hamborg og aðragandan að þeim heilaþvotti sem stundaður var áður en þeir framkvæmdu hryðjuverkin 11. september.
Ég er einmitt hræddur um að það sé verið að búa til svona hryðjuverkamenn á hverjum degi í miðausturlöndum með þessu vonlausa stríðbrölti. Að halda það að hægt sé að troða vestrænu frelsi og lýðræði upp á þjóðir sem vesturlönd hafa mergsogið alla síðustu öld gengur ekki upp. Myndin í gær var alla vegana mjög áhrifarík og óhugnarlegt að sjá hvernig þessir menn geta skipulagt glæpi sína í vestrænum borgum. Rót vandans kom augljóslega fram í myndinni. Hún liggur í Palestínumálinu og gjörspilltri konungssjórn í Saudi Arabíu. Ráðumst á meinið það sem það er mest, en ekki elta uppi einhverja einræðisherra eins og Saddam. Saddam hefði getað gert það sama og Gaddafi, vingast við skrímslið og losnað við innrásina.
The image “http://www.oniros.fr/ali.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

Wednesday, February 16, 2005

THE SUN

Fjölmiðlar eiga ekki að trúa öllu sem kemur fram í gulu pressunni í Bretlandi. Þar sem hver sem er getur selt sína frásagnir til blaðana af frægum persónum. Man einhver eftir Rebeccu Loos, eða hvað hét hún aftur gæran sem sagðist hafa sofið hjá Beckham. Hún varð margfaldur milljónamæringur og fékk sinn skerf af fimmtán mínútna frægð. Þetta mál með Eið Smára og ölvunaraksturinn var blásið upp í nær öllum fjölmiðlum hér heima. Ég hefði sjálfur ekki átt að falla í þá gryfju að taka þátt í umræðunni á mánudaginn. Ég er sjálfur áskrifandi af News of the world, sem er eins og Sun getur bullað endalaust um fræga fólkið. Í Bretlandi veit fólk þó að meira en helmingurinn sem í þessi blöð er skrifað er lygi. Ég les þetta bull í hverri viku og hef gaman að, en ég held að blaðamenska af þessu tagi geti ekki þrifist á Íslandi. Blað eins og DV mun varla lifa árið af. Þeir eru kannski að móðga nokkra fjölskyldur í hverju blaði. Fjölskyldurnar eiga vini og ættingja og á endanum kaupir enginn blaðið lengur vegna þess að allir eru í sárum. DV var til dæmis að skrifa um föður minn um daginn og ég bjóst við að þeir myndu taka hann meira fyrir vegna Eurovision, en sú hefur ekki orðið raunin ennþá. Hvað um það ég hef gaman af slúðri. Les alltaf DV, Daily Mirror og The People þegar ég fer á Súffistann. (Sem er nær daglega!) Var ekki einhver frægur rithöfundur sem las ekkert annað en slúðurblöðin til að auðga andann. Mig minnir að það hafi verið Isak Singer nóbelsverðlaunahafi. Við nærumst öll á þessu. En hvað er þetta með ölvunarakstur? Í Thailandi er í fínu lagi að keyra fullur, já drekka heila flösku af whiskey og keyra á knæpuna, þótt lögreglan sé út um allt, en ef þú gleymir að spenna beltin eða brýtur umferðareglur þá þarft þú að borga, Í besta falli mútur til að losna við skriffinsku og fangelsi. Eins mátt þú ekki keyra skellinöðru án þess að hafa hjálm, en þú mátt vera með kornabarn aftan á hjólinu og það þykir engum neitt merkilegt, en mér fannst það hins vegar óhugnarlegt.
The image “http://www.sport.is/files/669869942Eidur_hendi.JPG” cannot be displayed, because it contains errors.

Friday, February 11, 2005

Drekktu aðeins betur

Við Faaborgmeistarinn mæltum okkur mót niðri bæ á Suffistanum í dag, en hugmyndin var að halda á Grandið til að keppa í hinni alræmdu spurningakeppni "DREKKTU BETUR". Fórum fyrst uppí Kringlu, þar sem við hittum Tómas Björnsson skákmeistara af tilviljun. Hann hafði ótrúlegt en satt hringt í mig fimm mínútum áður og spurt mig hvort ég væri laus í keppnina. Við urðum síðan samferða allir þrír niðrí bæ, en Faaborg ákvað síðan skyndilega að sleppa því að vera með, því hann varð að undirbúa kórskemmtun með félögum sínum seinna um kvöldið. Við Tommi gerðum engar rósir í keppninni, en við fengum þó bjórspurninguna rétta. Hún var frekar auðveld, en spurt var um nafnið á fyrrum konu Nelsons Mandela en hún heitir Winnie, þótt við skrifuðum nafnið Winny. Skipti ekki nokkru máli. Síðustu helgi fékk ég líka bjórspurninguna rétta. Þá var ég með Hjalta Sigurjónssyni í liði og spurt var um leikhúsmann í Bandaríkjunum á fjórða áratugnum, sem hafði starfað í leikhópi sem kallaði sig Mercury leikhópurinn. Ég giskaði á eina leikhúsmanninn sem mér datt í hug, Orson Wells og hafði leikgerðina um innrásina frá Mars í huga. Þemað í kvöld var hins vegar sérstakar kvennaspurningar, enda var spyrillinn kvennkennari úr Ármúlaskóla. Spurt var m.a: Hvenær hófst kvennahlaupið? Hvað hét uppáhaldsdóttir Mohammeds spámanns? Hvað hét dóttir Egils Skallagrímssonar, osf. Þarna var reyndar mætt móðir Faaborgs, Vilborg kennari við sama skóla. Hún stóð sig með ágætum, en hennar lið fékk 15. rétta, en sigur liðið fékk 20. rétta. Við Tommi fengum hinsvegar mun minna, en við höfðum þó tvo bjóra uppúr krafsinu. Eitthvað fór Tommi frjálslega með reglurnar, því við enduðum með fjóra bjóra. Síðan tókum við nokkra skákir, en ég skildi við Tomma þar sem hann var byrjaður að tefla við gesti uppá bjór. Hann getur yfirleitt haldið sér uppi heilu kvöldin með því að "gambla", en hann er sá harðasti í þeim leik, hugsanlega að Róberti Harðarsyni undanskyldum. Tommi er greinilega nýsprunginn á bindindinu sem hann var búinn að vera í. Já, allt mér að kenna!

Spjóti reif sloppinn

Stefán Spjóti stefndi á all-time bætingu í gær, þægar hann íklæddist bekkpressuslopp, en ekki vildi betur til en svo að sloppurinn rifnaði frá hálsmáli og niðrúr þegar hann reyndi að lyfta 170 kg. Hann hafði ekki komist niður með 160 kg í lyftunni á undan, sem bendir til þess að sloppurinn hafi verið eilítið þröngur. Þetta mun þó ekki koma í veg fyrir að Spjóti eigi "comeback" því honum hefur verið lofað slopp úr eigu Masterins. Þannig að aðdáendur Spjótans þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur. Hann mun örugglega keppa á öldungamótinu.

Tuesday, February 08, 2005

Njarðvíkurmótið

Ég skellti mér á Reykjanesmótið í réttstöðulyftu um helgina, þar sem ég reyndi að vera Bjarka Sigurðssyni til aðstoðar. Aðrir keppendur úr Stevegym voru María og þeir fóstbræður Súper og Grjóni. Þau stóðu sig framar vonum, meðal annars setti María nýtt Íslandsmet í sínum flokki. Bjarki Sigurðsson átti hins vegar slæman dag og klikkaði í tvígang á 310 kg, en hann hafði reyndar þyngdina upp í þriðju tilraun, en fékk dæmt ógilt. Reyndar fór ég allveg svefnlaus á mótið, því ég hafði verið á aukavakt nóttina áður. Ég kom svo heim og skrapp í matarboð til Skaga-Manga, þar sem hittust fyrrum vinnufélagar, þeir Jónatan Karlsson og Dagur hjúkka, en þeir eru báðir komnir með austurlenskar konur. Jónatan trommusnillingur fór til Kína, en Dagur kynntist sinni á Íslandi, en súr er frá Filipseyjum. Ég náði svo að leggja mig í tvo til þrjá tíma, en skrapp svo með Bjarka og Plastprentliðinu á Búmmkickers í Hafnarstræti, þar sem Thalía einn keppandinn á mótinu rekur hollenskann næturklúbb. Ég var auðvitað mættur heim "snemma" því ég átti að fara á extra morgunvakt á Sunnudegi. Djöfulsins "græðgi" er þetta í manni!






Bjarki tekur 310 kg
Helgin
Helgin
Helgin
Helgin
Helgin

Monday, February 07, 2005

Er Steini Leifs kominn í skákina?

Ég skrapp upp í Taflfélag Reykjavíkur til að glápa á síðustu umferð í Skákþingi Reykjavíkur. Þar mátti sjá margann meistarann, meðal annars Skaga-Manga, en hann gerði sér lítið fyrir í mótinu og sigraði Lenku Plasnikhovu, sem er fyrsti íslenski kvennastórmeistarinn, en hún flutti hingað til lands fyrir nokkrum árum með Helga Áss. Einnig var athyglisvert að sjá lyftingamanninn Steina Leifs, tefla á sínu fyrsta móti. Hann stóð sig vel og náði meðal annars jafntefli við Guðfríði Lilju eina sterkustu skákkonu Íslendinga.











Wednesday, February 02, 2005

Viddi Veiðihnífur

Sumar myndirnar sem ég tók á bekkpressumótinu voru í bestu hugsanlegri upplausn og það er ástæðan fyrir því að ég hef ekki sett þær inn ennþá. Viddi Veiðihnífur náði ekki að verða Íslandsmeistari eins og á Eiðistorgi um daginn, þegar hann sigraði "glæsilega" í sínum flokki á Íslandsmótinu í réttstöðulyftu. Á bekkpressumótinu var hann hinsvegar dæmdur úr leik fyrir að fara ekki að kraftlyftingareglum um keppnisútbúnað.