Vanfílingur og veisluhöld í LLOYD skóm
Jæja, ég er víst búinn að vera með snert af ritstíflu að undanförnu og átt erfitt með að blogga eitthvað af viti. Það kemur til vegna margra ástæðna og vonandi teljast þær góðar og gildar. Í fyrsta lagi hef ég verið að ná mér í réttindi með því að sækja nokkra kúrsa í sjúkraliðanum og félagsliðabrúnni svokölluðu. Í annan stað hef ég verið að breyta íbúð minni, en vill að svo komnu máli ekki tjá mig um þá aðgerð hér og nú. Í þriðja lagi hef ég tekið hverja einustu aukavakt sem mér hefur borist til að halda uppá kauphækunina sem ég hef verið að hala inn og að síðustu fór ég í svaðilför austur til Þorlákshafnar til að heimsækja Gumma íbúðargreifa og fjölskyldu, sem hafa komið sér vel fyrir í sveitinni. Viti menn, við lögðum af stað í þynkunni á þarsíðasta sunnudag, en Deng hafði átt stórafmæli kvöldið áður. (sjá myndir) Ég klæddi mig upp, fór í sparifötin og klæddi mig í Lloyd lakkskóna mína sem ég geri nánast aldrei nema að mikið standi til. En ég gleymdi allveg að athuga veðurspána. Þegar við nálguðumst þrenglin var komið dýrvitlaust veður og á endanum blotnaði bíldruslan svo upp að hann drap á sér, en sem betur fór þá vorum við komin í útjaður bæjarins, en ég neyddist samt til að fara út í hríðina og ýta drusslunni í öruggt skjól, en það var ekki auðvellt á lakkskónum. Mér skilst að fleirri hafi lent í vandræðum þennan sama dag, því Rúnar Berg MP-Fjárfestingabanka keyri útaf með fullan bíl af rússneskum mafíósum á Suðurlandsvegi, en enginn mannskaði hlaust af. Heimsóknin var ágæt en þessi bilun setti mig í algert óstuð, en ég neyddist til að skilja bílinn eftir austur frá og Gummi var svo góðhjartaður að skutla okkur aftur í bæinn um kvöldið. Sem betur fer var Gummi mér innan handar að finna góðan bifvélavirkja sem lagaði bíldrusluna. Reikninurinn náði rúmlega 20.000 kr, og ég var því miður bíllaus í viku tíma. Vel sloppið það, en ég er samt rétt að jafna mig núna. Er núna í bullandi próflestri, en gaf mér þó tíma til að hitta pípulagningamanninn og heimsmeistarann Guðna Sigurjónsson í vikunni, en meðan hann skoðaði pípurnar heima, tók ég við hann stutt viðtal fyrir Stevegymvefinn, sem ég næ vonandi að ganga frá fyrir helgi. Á laugardagskvöld skrapp ég frá rúmlega klukkutíma af aukakvöldvakt til að kíkja í afmæli til Höllu frænku, en hún er orðin 80 ára. Veislan var haldin í millagtunni í Laugarásnum heim hjá frænku minni Helgu Þórarinsdóttur víóluleikara. Ég var auðvitað búinn að steingleyma þessu afmæli og bókað mig á aukavakt og missti því af öllu búsinu, en náði þó að drekka þrjú léttvínsglös (vona að enginn hafi fattað þetta á deildinni). Sama gerðist með tannlæknatímann. Gleymdi honum líka. Ég er sennilega kominn með Alzheimer á slæmu stigi.
Helgin
Helgin
Helgin
Helgin
Helgin
Helgin
Helgin
Helgin
Helgin
Helgin
Helgin
Helgin
Helgin
Helgin
Helgin
Helgin
Helgin
Helgin
Helgin
Helgin
Helgin
Helgin
Helgin
Helgin
Helgin
Helgin