Wednesday, July 27, 2005

Myndin

Meðan ég dvaldi úti sambandslaus og símalaus gat ég ekki fylgst með fréttum frá Íslandi. Í síðustu ferðum mínum var alltaf eitthvað að gerast í póitíkinni meðan ég gat ekki fylgst með. Þegar ég var úti í mai á síðasta ári geysaði fárið í kringum fjölmiðlafrumvarpið, sem endaði með því að Óli Grís neitaði að skrifa undir fjölmiðlalögin. Um jólinn síðustu voru fréttir af heimkomu Bobbys Fischer aðalfréttin í desember. Í sumar var hins vegar ekkert fjölmiðlafár, nema kannski Baugsréttarhöldin. Ég vil samt minnast þeirra sem féllu frá meðan ég var ekki á landinu. Nokkrum dögum áður en ég fór út varð hörmulegur atburður í suður Afríku, þegar faðir félaga míns Gísli Þorkelsson lést á hörmulegan hátt. Meðan ég dvaldi í sveitinni dó afi hálfsystra minna, Jón frá Haukagili. Ég hafði hitt hann nokkrum sinnum í ættarboðum. Jón var hinn sanni íslenski bóndi, sterkbyggður og svipsterkur. Ég veit að það er mjög erfitt fyrir systur mínar að missa báða afa sína með svo stuttu millibili. Ég frétti ekki af andláti Jóns því ég var símasambandslaus útí Norður Thailandi og fréttin barst mér ekki fyrr en daginn fyrir jarðarförina. Ég frétti líka að uppáhaldskennari minn hefði dáið meðan ég var úti. Þorsteinn Gylfason heimspekingur var einn almerkilegasti maður samtímans og án efa einn greindasti maður landsins. Ég sótti nokkur námskeið hjá honum á sínum tíma og sem kennari var hann sá alskemmtilegasti. Ég man alltaf eftir fyrsta tímanum í fornaldarheimspeki. Þorsteinn gengur inn í salinn í klæddur í gulum jakkafötum og rauðum lakkskóm og burðaðist inn með risa málverk sem var eftirprentun á frægu endurreisnarmálverki eftir Rafael (Skólinn í Aþenu), þar sem helstu heimspekingar forngrikkja fengu að prýða myndina, þeir Sokrates, Plato, Aristoteles osf. Þorsteinn hóf um klukkutíma fyrirlestur um persónurnar á málverkinu. Síðan benti hann á arabann á myndinni. Hvað var hann eiginlega að gera þarna? Arabi á mynd með grískum heimspekingum frá 5. öld fyrir Krist? Þorsteinn fékk víst að vita það nokkrum dögum fyrr að hann væri með ólæknandi krabbamein. Hann þurfti því eins og Sokrates forðum að horfast á við dauðann, en Sokrates þurfti að tæma eiturbikarinn eins og fram kemur í ritum Plato. Heimspekingar allra tíma hafa síðan velt fyrir sér spurningunni, hvað er eiginlega réttlæti?
The image “http://www.temakel.com/fotoeatenas.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

Atli

Og Atli er heljarmenni

Saturday, July 23, 2005

Viddi

Viddi Veiðihnífur er í miklum æfingaham þessa dagana, hann æfir 5-6 daga vikunnar og 2-4 tíma í einu og grípur þá jafnan í bekkpressuna. Hann hlustar ekkert á þá speki að nægilegt sé að taka bekkpressuna einungis tvisvar í viku og þá einu sinni þungt, en hann trúir víst á þetta prógram. Hann tók upp á því í gær að skreyta útidyrahurðina hjá foringjanum með einhverju gráu lakki, sem því miður klúðraðist og foringinn var ekki par ánægður, því hann hafði ekki beðið hann um neina málingavinnu.

Sumir

Sumir eru farnir að telja niður

Friday, July 22, 2005

Myndin

Þessi mynd var tekin fyrir tæplega tíu árum af þeim félögum Sveini Inga, Skaga Manga og Magister. Ekki man ég tilefnið, en hún var tekin á Hraunteigi í Reykjavík, þar sem mikið gekk á á sínum tíma. Á myndina vantar frægt Múrmeldýr, en hann fór yfirum og allt fór í hund og kött. Á þessum tíma var haldið alþjóðlegt skákmót á Hraunteignum, með þáttöku austur-þýska bréfskáksnillingsins Detlefs, sem kom til Íslands í boði Kára. Mig minnir að Skaga Mangi hafi unnið það mót.


Nýr herramaður?

það gæti farið svo að ég kaupi af honum Sæma hjúkku nýtt eintak af Herramanni, þs Herramaðurinn II, en fyrir þá sem ekki vita þá fór Herramaðaðurinn I á haugana snemma í vor. Nýji bíllinn er árgerð 1984 og er því mjög ungur að árum. Ég hef eingöngu átt gamla bíla með sál. Þessi var sá alskemmtilegasti. Dodge Aspen árgerð 1979. Í honum gerðist mörg skemmtileg ævintýri, en bílinn fékk ég hjá Stefáni foringja í mai árið 1990. Þegar ég opnaði skottið sá ég að hann var fullur af jólagjöfum, sem Steve ætlaði að gefa fólkinu sínu, jólin á undan. Bílinn vakti mikla lukku á sínum tima og þetta var sannkölluð sukkkerra.


Sumarhús

Hef lítið gert annað síðustu daga en að skoða einhver sumarhús. Þetta rugl byrjaði auðvitað með því að ég heimsótti móður mína í Ölfusborgir fyrir utan Hveragerði og þar dvaldi maður í góðu yfirlæti í vikunni, en kom auðvitað í bæinn að kveldi eða morgni, því þetta er auðvitað bara skreppitúr. Einn daginn í vikunni keyrðum við svo í Grímsnesið og nágrenni og enduðum á Laugarvatni, skoðum m.a bústaði sem bræður mömmu hafa komið upp í sveitinni, en allir fjórir bræður hennar eiga risa sumarhús í sunnlenskum sveitum auk húsa sinna í Reykjavík. Einn af þeim býr reyndar svo flott að bústaðir sem forrétindastéttin á Íslandi ræður yfir ná ekki að toppa hans villu. Reyndar hafa bræður mömmu lennt í þessu helvítis þjófagengi, sem er á sveimi í sveitum og borgum landsins að hreinsa út úr húsum öllum til mæðu. Annars er þetta stórmerkileg þróun að eiga sér stað. Næstum allir sem eiga einhvern pening hafa komið sér upp einhverskonar sumarhúsum í nágrenni Reykjavíkur og þeir landsbyggðarmenn sem hafa komist í álnir eiga svo hús í Reykjavík. Er ekki nema von að hégómlegur maður eins og ég vilji vera eins og hinir plebbarnir og ég hef því skoðað mikið af húsum síðustu daga, hjólhýsum, húsbílum, kofum, hreysum osf. Meðal annars skoðaði ég hina einstæðu hjólhýsabyggð á Laugarvatni og alla húsbílana sem voru út um allt. Allveg ótrúleg sérviska að þurfa alltaf að bruna útúr bænum um leið og fólk fær frí í vinnunni. Mörg af þessum húsum eru orðin flott heilsárshús með öllum nútíma þægindum. Er að hugsa um að verða sjálfur sumarhúsagreifi fljótlega og er því að skoða alla möguleika í bæði gríni og alvöru. Fór svo í gær að skoða Meðalfellssveitina með nokkrum vinnufélögum, þar sem við gengum á Meðalfellsfjall, en sá eina semm ekki fór í fjallgöngu sat niður við vatnið og veiddi fisk og sötraði bjór. Farastjóri í ferðinni var Kjósamaðurinn Steinar sterki óðalsbóndi í sveitinni. Ég gjörsamlega féll fyrir þessu svæði, þar sem risin er upp glæsileg sumarhúsabyggð. Hef reyndar milljón sinnum keyrt framhjá þessum Meðalfellsafleggjara, en aldrei komið þar við. Dvaldi t.d mörg sumur við Skorradalsvatn með fjölskyldunni, auk allra ferðanna sem maður hefur farið Hvalfjörðinn áður en göngin komu. Þarna ætla ég að kaupa eða leigja skika og hefja trjárækt og veiðiskap í ellinni. Ég er ekki að ljúga eða þannig. Frábær staðsetning fyrir sumarhús og maður er hálftíma að renna í bæinn. Þessi mynd af Steina sterka er ekki alvöru, því hún er unnin í Photoshop.

Sunday, July 17, 2005

Capitola



Saturday, July 16, 2005

Upphafið

Sá þekktasti sem æfði í gömlu Orkulind var án efa Jón Páll Sigmarsson, en Orkulind hafði verið starfrækt frá upphafi níunda áratugsins. Í viðtalsbók Jóns Óskars Sólnes frá árinu 1987 er skemmtileg lýsing frá þessum tíma. Upphafið að því að Jón fór að æfa hjá Stefáni var að Jón hafði óvænt verið boðið að á keppnina, "Sterkasti maður heims" á Nýja Sjálandi árið 1983. Honum vegnaði framar vonum og náði öðru sæti. Hann meiddist illa á ökla á mótinu sem varð til þess að hann þurfti að taka það rólega um tíma og hóf að æfa í Orkulind, sem þá hét Orkubót, sem Stefán Hallgrímsson tugþrautakappi rak. Hann gat aðeins æft með léttum lóðum og þurfti því að innbyrgða færri kaloríur á dag sem varð til þess að hann grenntist og fór að fá áhuga á vaxtarrækt. Hjá Stefáni æfðu þá margir vaxtarræktarmenn og konur fyrir Íslandsmótið í vaxtarrækt 1984 og Jón Páll ákvað að skella sér í slaginn. Jón Páll varð Íslandsmeistari á sínu fyrsta móti og þótti hann hafa grennst það mikið að undrun sætti. Hann vann sama ár keppnina sterkasti maður heims í fyrsta sinn og er það einsdæmi að einstaklingur vinni mót í vaxtarrækt og fái titilinn sterkasti maður heims á sama ári. Þegar Jón yfirgaf félaga sína í Jakabóli urðu þeir frekar súrir. Jón Páll segir svo frá:

Í Jakabóli voru þeir farnir að kalla mig skafrenninginn. Það vill stundum verða hnútukast milli æfingastaða og það var ekki laust við að þeim sem æfðu einungis í Jakabóli þætti ég vera að svíkja liðið með því að fara til Stebba Hallgríms og æfa þar, já það var eins og ég væri að svíkja félagana og þar stóðu menn ekkert með mér í þessu af því að ég var ekki að æfa kraftlyftingar eða lyftingar en tiplaði um á teppunum hjá Stíví. Þó kom ég stundum í Jakaból og lyfti tæpum 300 kílóum "reps" tíu sinnum. Þá voru strákarnir sem æfðu í Jakabóli að tala um hvað ég væri orðin máttlaus! Samt var ég miklu sterkari en þeir allir og var þó aðeins í vaxtarræktarformi.
(Jón Óskar Sólnes: Jón Páll. Sterkasti maður heims. Reykjavík, 1987, bls. 78)
The image “http://www.answers.com/main/content/wp/en/thumb/f/f1/250px-Jonpall.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.

Friday, July 15, 2005

Saga Orkulindar

Ég ætla að setjast niður einhvern daginn þegar um hægist hjá mér og hripa niður sögu Orkulindar (seinna Stevegym), því margt æðisgengið gekk á í gamla staðnum í Brautarholti. En aðalatriðið var að menn bættu sig og urðu hrikalegir. Það sem gerðist í næturklúbbnum var bara auka bónus.



Thursday, July 14, 2005

Myndirnar úr fortíðinni

Þar sem ég á stórafmæli í haust er ekki seinna vænna en að horfa aftur í timann og skoða gamlar myndir af fyrsta stóra afmæli mínu. Stúlkan lengst til vinstri heitir Helga Guðrún en við hlið hennar er Helga María. Þá koma tvíburarnir Ási og Gunnar Helgasynir, en pilturinn lengst til hægri heitir Einar. Neðri myndirnar eru teknar í Svíþjóð og á Íslandi nokkrum árum áður.



Gummi farinn að keyra í 101

Gummi Forest er farinn að keyra sendibíl í 101 hverfinu. Þar með er hann orðinn miðbæjarrotta samkvæmt skilningi mínum. Til hamingju með það og nýja bloggið!
SALI


Wednesday, July 13, 2005

Barca

Hercules er nylega kominn fra Mallorca eins og allir sja

Ferðaáætlun sumarsins

1. Hveragerði
2. Aðalvík
3. Materville
4. Svignaskarð
5. Barcelona
Maður þarf víst að skipuleggja tíma sinn vel, ef maður ætlar að ná að heimsækja þá staði í sumar sem eru á óskalistanum. Helst langar mig að fara í sumarhúsið mitt í Aðalvík, en síðan er ég búinn að bóka mig hjá stéttarfélagi mínu í risa villu í Borgarfirði. Svo verður maður að fara eitthvað á afmælisdaginn. Svo verður maður auðvitað að sjá Gullfoss og Geysi, konung hverana. Er það ekki Crazy?



Tuesday, July 12, 2005

bang

Aðalvík eða Aðaldalur

Það er hverjum manni holt að skella sér útúr bænum. En þetta var sú lengsta ferð sem ég mun fara innanlands á þessu ári geri ég ráð fyrir, en fengum að fljóta með Dóra Faaborg og vinkonu hans norður á land þar sem móðir hans og stjúpi höfðu leigt bústað í Aðaldal rétt hjá Húsavík. Bústaðurinn reyndist vera minni en við héldum og því neyddumst við til að sofa í tjaldi seinni nóttina, en það breytti því ekki að þetta var vel heppnuð ferð, þar sem við héldum kvöldvöku undir berum himni, þar sem Faaborg spilaði á gítar íslensk ættjarðarlög og vínið var teigað. Meðan laxinn lék sér í ánni á þessum fögru sumarnóttum. Síðan var Húsavík heimsótt á laugardaginn, en þar hitti ég óvænt sjálfan foringjann Steve sem var í bústað ekki langt frá með foreldrum sínum og vinkonu til margra ára Sigrúnu Sætu. Því miður gátum við ekki þegið heimboð til þeirra þótt fáir kílómetrar skildu á milli, því allir voru komnir í bakkus og því ekki hægt að hitta foringjafjölskylduna. Því miður var ég ekki með myndavél í þessari ferð sem var synd, því Húsavík og nágrenni er einn fegursti hluti Íslands. Einnig skygði á gleði mína að upp tók sig herflilegur tannverkur, Næsta reisa verður vonandi á æskuslóðir afa míns vestur í Aðalvík. Vonandi í sumar.


Friday, July 08, 2005

Skaga-Mangi

Skaga Mangi eða Magnús Magnússon er í miklum ham í skákinni þessa dagana, en hann teflir nú stíft á www.queenalice.com Þar er hann búinn að vera heppinn með andstæðinga og nú orðinn stigahæstur Íslendinga í klúbbnum, en hann er reyndar búinn að tefla frekar fáar skákir. Hann IAMC. IAMC er nafnið sem hann notar á vefnum en það þýðir að sjálfsögðu uppáhaldsknattspyrnulið hans, Man. City í Englandi og IA (AKRANES) á Íslandi. Magnús afrekaði markt á fyrri árum, meðal annars hjólaði hann tvisvar þvert yfir landið, safnaði hári niðrá bak og pældi í heimspeki. Magnús bjó í heilan áratug í Kaupmannahöfn og stundaði þar nám í tækniteiknum, en lauk ekki námi. Til er kvikmyndahandrit sem byggt er á lífshlaupi Magnúsar, en í því er fjallað um Kaupmannahafnarár Magnúsar, en þar kynntist hann m.a Jónatan Karlsson trommusnillingi og Halldór Ólafssyn Faaborgmeistara. Það var margt brallað á þeim árum, en í lok síðustu aldar fór Magnús í pílagrímsferð til Philipseyja og stofnaði fjölskyldu í framhaldinu.





10 efstu Íslendingar á Queenalice

1.iamc 2580p
2.JimMorrisson 2529
3.fisherchessman 2519p
4.ROADRUNNER 2423
5.Haraldur 2410p
6.Handmilker 2322p
7.Karrppov 2279p
8.Flengmaster 2275p
9.THAILANDMASTER 2213p
10.Rafn 2157p
11.blikinn 2135 p

Thursday, July 07, 2005

Víkingaskák

Fyrsta Víkingaskákmót ársins var haldið heima hjá höfundinum sjálfum, Magnúsi Ólafssyni að heimili hans að Kjartansgötu. Úrslit mótsins voru þau að:
1. Sveinn Ingi Sveinsson 5. vinn
2. Gunnar Fr. Rúnarsson 4. vinn
3. Sigurður Narfi Rúnarsson 3. vinn
4. Þorvaldur Logason 2. vinn
5. Halldór Ólafsson 1. vinn
6. Ólafur Guðmundsson 0. vinn
Þrír efstu keppendur fengu glæsileg víkingahorn til að drekka mjöð úr, en tímamörk í mótinu voru 12. mín á skák. Enn og aftur náði ég öðrur sæti, en stefni á að vinna næsta mót sem haldið verður í ágúst.



Tuesday, July 05, 2005

Þrír góðir

I wanted to upload another photo, but I can't seem to do it. Not Kasparov either. Shit. Nothing is working right today.

Monday, July 04, 2005

4. júlí

Ég var allveg búinn að gleyma þjóðhátíðardegi Bandaríkjamanna. Kannski sem betur fer, því ekki ætlaði ég að samgleðjast þeim, eða á ég að gera það. Eða á ég að hugsa um hinn venjulega kana? Hvað er annars með þessa þjóð, hún er allavegana ekki einsleit, því þar búa margar ólíkar þjóðir. Þetta er í raun heil heimsálfa. Allt það besta og allt það versta. Í landinu þar sem frelsið var til eru nú stunduð hryðjuverk, pyntingar og niðurrifstarfsemi. Þjóð sem virðir enginn lög, mannréttindi eða þjóðarrétt. Ég ætla sennilega aldrei að fara þangað aftur. Til hvers að fá sér þetta tölvuvegabréf, sem þeir krefjast því ég hef ekkert þangað að gera. Það er nefnilega nóg af skemmtilegum löndum til að skoða í framtíðinni. Vonandi á þetta ríkjasamband eftir að leysast upp í frumeindir sínar í framtíðinni. Þá meina ég eins og gerðist fyrir USSR. Það væri best fyrir heimsfriðinn.

Happy Fourth of July!

Þung helgi

Helgin var frekar þung, því ég var yfirkeyrður af vinnu bæði á föstudagskvöldið og sunnudagskvöldið. Á laugardagskvöldið var ég hins vegar búinn að lofa mér í aðstoð við bekkpressumót á Ólafsvík. Ég þurfti því að rífa mig af stað eldsnemma eftir næturvaktina, en við lögðum af stað uppúr hádegi á gömlu druslunni minni. Mesta furða að hún komst á áfangastað og heim aftur. Mótið var mjög vel heppnað að vanda, en þetta er annað mótið sem ég er viðstaddur. Mótið er haldið til minningar um Héðinn Magnússon, en hann var sonur Magnúsar Óskarssonar kraftamanns, en Héðinn lést mjög sviplega í sjóslysi fyrir nokkrum árum og minningu hans er haldið á lofti með bekkpressumóti í hans heimabæ, en Héðinn var mjög hraustur sjálfur eins og öll hans ætt. Reyndar voru Ólsarar ekki heppnir með veður, þannig að mótið var haldið "inni" í fyrsta skipti, en mótið var haldið inní flutningabíl, fyrir utan lítið fiskverkunnarhús, en slorlyktin hvarf úr nösunum eftir nokkrar mínútur. Frábær árangur náðist á mótinu og ég varð þess heiður aðnjótandi að dæma tvö góð Íslandsmet. Hrikalegir þessir "nýmolar", sem lyftu margir vel yfir 200 kg. Svo þurfti maður að drífa sig bæinn, en farinn var lengri hringurinn og kíkt á uppáhaldstaði mína á Íslandi, Búðir og Arnarstapa. Á Búðum var okkur Stevegymmönnum vísað út úr einkasamkvæi á nýja hótelinu, en þar fór fram gifting. Ég rétt náði svo á næturvaktina. Og aftur var unnið tvöfalt daginn eftir. Vonandi fékk ég einhverja orku úr Snæfellsjökli, því ég er eins og nýsleginn túskildingur.
The image “http://www.simnet.is/gardarj/mapa/snae1.jpg” cannot be displayed, because it contains errors.