Tuesday, July 12, 2005

Aðalvík eða Aðaldalur

Það er hverjum manni holt að skella sér útúr bænum. En þetta var sú lengsta ferð sem ég mun fara innanlands á þessu ári geri ég ráð fyrir, en fengum að fljóta með Dóra Faaborg og vinkonu hans norður á land þar sem móðir hans og stjúpi höfðu leigt bústað í Aðaldal rétt hjá Húsavík. Bústaðurinn reyndist vera minni en við héldum og því neyddumst við til að sofa í tjaldi seinni nóttina, en það breytti því ekki að þetta var vel heppnuð ferð, þar sem við héldum kvöldvöku undir berum himni, þar sem Faaborg spilaði á gítar íslensk ættjarðarlög og vínið var teigað. Meðan laxinn lék sér í ánni á þessum fögru sumarnóttum. Síðan var Húsavík heimsótt á laugardaginn, en þar hitti ég óvænt sjálfan foringjann Steve sem var í bústað ekki langt frá með foreldrum sínum og vinkonu til margra ára Sigrúnu Sætu. Því miður gátum við ekki þegið heimboð til þeirra þótt fáir kílómetrar skildu á milli, því allir voru komnir í bakkus og því ekki hægt að hitta foringjafjölskylduna. Því miður var ég ekki með myndavél í þessari ferð sem var synd, því Húsavík og nágrenni er einn fegursti hluti Íslands. Einnig skygði á gleði mína að upp tók sig herflilegur tannverkur, Næsta reisa verður vonandi á æskuslóðir afa míns vestur í Aðalvík. Vonandi í sumar.


2 Comments:

Anonymous Anonymous said...

Skil ekki samhengið að hafa mynd af Olla framara með greininni. Hann er nú ansi súr á svipinn karlinn - líklega í samræmi við gengi sinna manna í boltanum.

2:57 PM  
Blogger Gunz said...

Auðvitað, þessvegna var Olli svona súr á svipinn. Vona að mitt lið ná að hanga í deildinni 8 eða 9 árið í röð

3:43 PM  

Post a Comment

<< Home