Svefnrugl
Held að ég hafi misst af flestum góðum íþróttaviðburðum á Sýn síðustu misseri vegna þreytu. Sofnaði t.d yfir flestum NBA leikjunum og það var sérstaklega spælandi að halda mér ekki vakandi yfir oddaleiknum, þs þeim síðasta sem San Antonio vann á heimavelli. Tvær síðustu boxhelgar fóru á sama veg, því ég missti af Gatti & Meyhweather í nótt, en ég spáði nú reyndar rétt fyrir þegar ég sagði að Gatti ætti ekki séns, en Gatty er þannig boxari að hann hrýfur menn með sér öfugt við hrokagikinn andstæðing hans. Sama með fótboltann, því ég virðist vera snillingur í að missa af þessum beinu útsendingum. Í dag verður sýnt frá Argentínu-Mexico og síðan verður sýnt frá keppninni Sterkasti maður Íslands. Vonandi næ ég að halda mér vakandi.
1 Comments:
Sterkasti maður Íslands? Það getur ekki verið, því hún var auglýst á fimmtudaginn?
Post a Comment
<< Home